Newcastle undirbýr sig undir það að Liverpool leggi fram nýtt tilboð í Alexander Isak. Enskir miðlar segja frá.
Gera má ráð fyrir því að Liverpool geri tilboðið eftir leik liðanna í ensku deildinni á mánudag.
Isak neitar að æfa með Newcastle og er því látin æfa einn á meðan framtíð hans er í óvissu.
Newcastle er búið að hafna einu tilboði frá Liverpool en talið er að næsta tilboð Liverpool verði í kringum 130 milljónir punda.
Búist er við að Newcastle muni reyna að fá 150 milljónir pudna ef félagið leyfir Isak að fara.