fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. ágúst 2025 11:00

Þorsteinn Már Baldvinsson og Árni Oddur Þórðarson mokuðu inn peningum á síðasta ári

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíu tekjuhæstu Íslendingarnir árið 2024 fengu samtals um 30 milljarða króna í sinn hlut. Þetta kemur fram í Hátekjublaði Heimildarinnar sem kom út í morgun.

Í blaðinu eru teknar saman útvarsskyldur tekjur fólks á síðasta ári sem og fjármagnstekjur, það er að segja tekjur af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Aðferðafræðin er því önnur en í Tekjublaði Frjálsrar Verslunar þar sem að eingöngu eru gefnar upp útvarsskyldar tekjur. 

Ljóst er að aðferðafræði Heimildarinnar teiknar upp talsvert aðra mynd en kemur fram hjá Frjálsri verslun. Til að mynda var Árni Sigurðsson, forstjóri JBT Marel, launahæsti Íslendingurinn í fyrra samkvæmt síðarnefnda blaðinu með um 41 milljón króna á mánuði og árstekjur upp á 487 milljónir króna. Það skilar honum hins vegar aðeins í 41. sæti á Hátekjulista Heimildarinnar.

Tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á Hátekjulista Heimildarinnar árið 2024 voru eftirfarandi:

  1. Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrum forstjóri Samherja – 4,7 milljarðar króna
  2. Helga S. Guðmundsdóttir, fjárfestir og fyrrverandi eiginkona Þorsteins – 4,6 milljarðar króna
  3. Árni Oddur Þórðarson, eigandi og stjórnarformaður Eyrir Invest  – 3,9 milljarðar
  4. Þórður Magnússon, eigandi Eyrir Invest – 3,4 milljarðar
  5. Súsanna Sigurðardóttir, fjárfestir – 3,2 milljarðar
  6. Kjartan Ólafsson, fyrrverandi stjórnarformaður Arnarlaxs – 2,2 milljarðar
  7. Jón Pálmason, fjárfestir og annar eigandi IKEA á Íslandi – 1,8 milljarðar
  8. Ingunn Sigurðardóttir, hársnyrtir – 1,6 milljarðar
  9. Kristinn Reynir Gunnarsson, apótekari – 1,4 milljarðar
  10. Hannes Hilmarsson, einn stærsti eigandi Air Atlanta – 1,3 milljarðar

Nánar er fjallað um listann á vef Heimildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Í gær

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Í gær

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Í gær

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Í gær

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Í gær

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið