fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 21. ágúst 2025 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á hvarfi Geirfinns Einarssonar.  Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Útgefandi bókarinnar Leitin að Geirfinni skilaði gögnum til embættisins í vor sem styðja eiga kenningu þeirra sem standa að útgáfunni um afdrif Geirfinns. Er þar um að ræða svokallaðan 13. kafla bókarinnar, sem er óbirtur í bókinni en ætlaður yfirvöldum.

Í bókinni sjálfri er greint frá því að sjónarvottur, sem var barn að aldri, hafi orðið vitni að heiftarlegum átökum Geirfinns og ónefnds manns fyrir utan heimili Geirfinns að kvöldi 19. nóvember árið 1974. Átökin hafi færst inni í bílskúr og þar hafi sjónarvotturinn séð manninn slá Geirfinn niður með þungu áhaldi.

Bæði sjónarvotturinn og meintur banamaður Geirfinns eru enn á lífi.

Í 13. kaflanum er meintur banamaður Geirfinns nafngreindur en ekki sjónarvotturinn. Jafnframt er bæði í bókinni og 13. kaflanum upphafleg rannsókn lögreglunnar í Keflavík á málinu gagnrýnd harðlega og í 13. kaflanum er því haldið fram að lögregla hafi vísvitandi hylmt yfir með morði Geirfinns.

Sjá einnig: Meintur banamaður Geirfinns nafngreindur í 13. kaflanum sem hefur lekið á netið

Morgunblaðið sendi skriflega fyrirspurn til rannsóknardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum um málið og í svari Nönnu Lindar Stefánsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá embættinu, segir:

„Öll gögn sem borist hafa embætt­inu ný­verið um mál Geirfinns Ein­ars­son­ar hafa verið tek­in til skoðunar en eru ekki nægj­an­leg svo unnt sé að taka rann­sókn máls­ins upp að nýju. Því mun embættið ekki aðhaf­ast frek­ar vegna þessa nema ný sak­ar­gögn komi fram.“

Leita til ríkissaksóknara

Aðstandendur útgáfu bókarinnar Leitin að Geirfinni ætlar að leita til ríkissaksóknara um að hann skipi fyrir um rannsókn á morðinu á Geirfinni. Höfundur bókarinnar, Sigurður Björgvin Sigurðsson, segir við Morgunblaðið:

„Við sem stóðum að út­gáfu bók­ar­inn­ar mun­um á næstu dög­um fara þess á leit við rík­is­sak­sókn­ara, Sig­ríði J. Friðjóns­dótt­ur, að hún skipi fyr­ir um rann­sókn á morðinu á Geirfinni. Við höf­um all­an tím­ann bent á að óheppi­legt væri að málið færi inn á borð Kefla­vík­ur­lög­regl­unn­ar vegna tengsla við frum­rann­sókn­ina. Flest­ir Kefl­vík­ing­ar, ekki bara lög­reglu­menn, eru tengd­ir ein­hverj­um af rann­sak­end­um máls­ins árið 1974 eða öðrum málsaðilum. Það er því heppi­leg­ast að rann­sókn fari fram hjá öðru embætti. Rík­is­sak­sókn­ari get­ur tekið ákvörðun um það og fyr­ir slíku eru mörg for­dæmi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Í gær

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Í gær

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Í gær

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi
Fréttir
Í gær

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað