fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 21. ágúst 2025 08:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Víðisson, öryggisfræðingur, spyr hvort að rúta af íslenskum börnum þurfi að fara í hafið við Reynisfjöru svo að eitthvað verði gert.

Hann tjáir sig um málið í grein í Morgunblaðinu í dag.

„Við sem græðum ekki beint á ferðamönnum erum mörg komin með nóg af því afskiptaleysi sem virðist einkenna viðbrögð forráðamanna Reynisfjöru. Er ekki nóg komið? Hvað þarf til að brugðist sé við af alvöru á þessum stað? Þarf rúta af íslenskum skólabörnum að fara í hafið?“

Eyþór segir að öll ábyrgðin sé sett á „lítið upplýsta ferðamenn; þeir eiga bara að fara varlega, ættu að lesa skiltin, ættu að vita betur… er það?“

„Flestir ferðamenn sem koma hingað koma frá löndum þar sem öryggisráðstafanir á hættulegum stöðum á borð við Reynisfjöru eru miklu meiri en við bjóðum upp á. Í þeirra huga er opin strönd örugg strönd. Við erum að veita lélega þjónustu til að græða meiri peninga,“ segir hann.

„Lokun verður að vera valkostur“

Eyþór segir að það séu klárlega tækifæri til að gera betur við Reynisfjöru. „Lokun við ákveðnar aðstæður verður að vera valkostur,“ segir hann.

„Við stöðvum aldrei alla en við getum dregið úr líkum á slysum við hættulegustu aðstæðurnar […] Hætta með þrískipt aðvörunarkerfi og nota einungis grænt og rautt. Opið eða lokað. Nota landverði með gjallarhorn sem vara ferðamenn við þeirri undirliggjandi hættu sem öldusogið veldur. Byggja útsýnispall og þannig koma í veg fyrir að fólk fari í sjóinn.“

Skiltin sem eru núna í Reynisfjöru eru ekki að virka að sögn Eyþórs, hann segir að það þurfi að gera stærri skilti með stuttum texta.

Hann er með fleiri hugmyndir, eins og að láta blikka rautt viðvörunarmerki í símanum þegar fólk borgar í stæði eða borga björgunarsveitarfólki fyrir að vera á vaktinni. Hann telur upp fleiri dæmi í greininni í Morgunblaðinu. „Bílastæðagjöldin geta borgað fyrir þetta allt,“ segir hann.

Að lokum segir Eyþór að það þurfi að gera landeigendur ábyrga og setja þrýsting á þá til breytinga.

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Í gær

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Í gær

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ
Fréttir
Í gær

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“