fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Hún var myrt árið 1982 – Í gær var morðingi hennar tekinn af lífi

Pressan
Miðvikudaginn 20. ágúst 2025 17:30

Janet og Randy saman á brúðkaupsdaginn árið 1976.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kayle Bates, 67 ára fangi á dauðadeild í Flórída í Bandaríkjunum, var tekinn af lífi í gærkvöldi, 43 árum eftir að hann myrti hina 24 ára gömlu Janet Renee White.

Morðið var framið þann 14. Júní árið 1982 þegar Janet var á leið til vinnu hjá tryggingafyrirtæki í Bay County. Bates nam Janet á brott, fór með hana út í skóg skammt frá þar sem hann gerði tilraun til að nauðga henni. Áður en yfir lauk stakk hann Janet til bana.

Janet hafði gifst eiginmanni sínum, Randy, þegar hún var 18 ára og í viðtali við USA Today á dögunum rifjaði Randy upp þennan örlagaríka dag.

Þau hjónin hittust heima í hádeginu og borðuðu saman og segist Randy hafa lagt til að hann myndi fylgja eiginkonu sinni aftur í vinnuna á sínum bíl. Henni þótti það óþarfa fyrirhöfn og fylgdist hann með eiginkonu sinni aka á brott frá heimili þeirra. Þegar Janet steig út úr bíl sínum á bílastæði tryggingafyrirtækisins sá Bates sér leik á borði.

Talið er aðeins tólf mínútur hafi liðið þar til Janet fór frá heimili sínu þar til hún var látin.

Bates var handtekinn stuttu síðar skammt frá vettvangi þar sem hann var þakinn blóði og með giftingarhring Janet í vasanum. Þrátt fyrir það hefur hann ávallt neitað að hafa orðið henni að bana.

Bates var úrskurðaður látinn klukkan 18:17 að staðartíma eftir að banvænni lyfjablöndu var dælt í æðar hans. Randy var viðstaddur aftökuna í gærkvöldi.

Kayle Bates.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heitustu nætur sögunnar í Miðausturlöndum

Heitustu nætur sögunnar í Miðausturlöndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég stundaði kynlíf með bróður mínum“ – Eiginmaðurinn er farinn að taka eftir ýmsum merkjum

„Ég stundaði kynlíf með bróður mínum“ – Eiginmaðurinn er farinn að taka eftir ýmsum merkjum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekkja lét innramma húðflúr af eiginmanninum til að minnast hans – „Gerir svo miklu meira en mynd“

Ekkja lét innramma húðflúr af eiginmanninum til að minnast hans – „Gerir svo miklu meira en mynd“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Not bloody likely” sagði prinsessan á sínum tíma – Fagnaði 75 ára afmæli á föstudaginn

„Not bloody likely” sagði prinsessan á sínum tíma – Fagnaði 75 ára afmæli á föstudaginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brynhild flutti til Ameríku – Svo drap hún 40 menn og fjölda barna

Brynhild flutti til Ameríku – Svo drap hún 40 menn og fjölda barna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta gæti verið ástæðan fyrir að þú sofnar alltaf í sófanum

Þetta gæti verið ástæðan fyrir að þú sofnar alltaf í sófanum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maður sem geymdi lík unnustu sinnar í þrjú ár dæmdur í fangelsi

Maður sem geymdi lík unnustu sinnar í þrjú ár dæmdur í fangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi „slæma venja“ getur í raun verið lykillinn að betri svefni

Þessi „slæma venja“ getur í raun verið lykillinn að betri svefni