Í miðborginni var tilkynnt um vinnuslys á veitingastað þar sem kona datt og fékk minniháttar áverka á höfði. Hún var flutt á bráðamóttöku til frekari skoðunar.
Þá var maður í annarlegu ástandi handtekinn í hverfi 105 fyrir brot á lögreglusamþykkt og að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Var hann vistaður í fangageymslu.
Lögregla hafði afskipti af nokkrum ökumönnum sem ýmist voru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Einn þeirra, sem stöðvaður var í Kópavogi, var einnig grunaður um líkamsárás og var hann vistaður í fangaklefa.