fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Fókus

„Það prumpar enginn glimmeri alla daga“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 10. ágúst 2025 14:30

Ragga nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pistlar Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðings, betur þekkt sem Ragga nagli, sem skrifaðir eru á mannamáli njóta mikilla vinsælda á Facebook-síðu hennar. Í þeim nýjasta fjallar Ragga um tilfinningar okkar, hvernig þær hafa verið flokkaðar sem góðar eða slæmar og hvernig okkur hefur verið kennt frá æsku að hunsa margar þeirra eða hrista af okkur.

Það prumpar enginn glimmeri alla daga.

Mörg eru skilyrt úr æsku að vera alltaf Pollýanna valhoppandi með börnunum í Ólátagarði.

Regnbogar og hvolpar.

Tilfinningar á borð við reiði, pirring, öfund, ekki samþykkt og þér sagt að hrista það af þér af alefli eins og sveimandi vespu.

Þú værir að bregðast rangt við.

Þetta væri nú ekki svona mikið mál.

Ef þú reyndir að útskýra tilfinningar þínar var þér sagt að vera ekki með dólg og læti.

Ragga segir fólk þannig fara í gegnum lífið í þeirri rangtrú að þessar tilfinningar séu rangar og vondar. Að það geti ekki sett mörk.

Og við troðum slæmum tilfinningum niður í kjallara eins og ónotaða bumbubananum úr Sjónvarpsmarkaðnum.

Lok, lok og læs og allt í stáli.

En þær fara ekki neitt. Ekki frekar en draslið í geymslunni.

Reiði, biturð, svekkelsi, pirringur sitja grjótfastar í taugakerfinu. Og koma fram í allskyns framkomu eins og særandi athugasemdum, þagnarbindindi, fýlustjórnun.

En það er eðlilegur hluti af mannleikanum að vera fúll á móti með gúmmíkjúkling í annarri og löngutöng á hinni.

Allar tilfinningar eru velkomnar og eðlilegar.

Við höfum enga stjórn á hvort eða hvenær þær koma.

Það er mikilvægt að smána ekki sjálfan sig þegar það gerist.

Að gaslýsa sig ekki út úr þeim.

Ég er að bregðast of harkalega við.

Ég er að búa til alltof mikið drama.

Ojjj hvað ég er ömurleg manneskja að öfunda vin minn.

Að hunsa tilfinningar gerir þig ekki að Leðurblökumanninum.

Tilfinningar eru upplýsingar.

Það er barnaleikur að höndla þessar jákvæðu og skemmtilegu.

En við nennum ekki að díla við þessar vondu.

Ragga segir að það sé akkúrat hvernig við bregðumst við þessum tilfinningum sem er hið allra mikilvægasta, hið eina sem við höfum stjórn á og við getum brugðist rangt við.

Með því að öskra, skamma, skella hurðum.

Að refsa með fjarlægingu sem er þagnarbindindi, hunsun og fýlustjórnun.

Meðvitund um hvað við þurfum á þeirri stundu er rósum stráð leið að tilfinningalegum þroska.

Búum til verkfærakassa hvað tilfinningarnar eru að segja okkur.

Þreyta þýðir hvíld.

Pirringur þýðir hringja í Gunnu vinkonu.

Streita þýðir að segja oftar NEI.

Bugun þýðir að setja mig meira í forgang.

Reiði þýðir göngutúr.

Söknuður þýðir að hlusta á tónlist.

Kvíði þýðir að skrifa niður.

Öfund þýðir að við erum í skorti.

Að vera urlandi hamingjusamur prumpandi glimmeri alla daga er tálsýn.

Gleði er bara ein af mörgum bárum sem mæta okkur á ólgusjó mannlegs eðlis.

Leyfðu þér að stíga allar öldurnar án þess að fá samviskubit yfir að vera fúll á móti inn á milli.

Leyfðu tilfinningunum að flæða yfir þig í staðinn fyrir að forðast.

Normalíserum að það er í lagi að vera stundum súr og svekktur.

En tökum eftir hvernig við bregðumst við þeim tilfinningum og hvort við getum lappað upp á það mynstur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur sagður hafa beitt Andrés hörðu

Vilhjálmur sagður hafa beitt Andrés hörðu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg breyting á syni Schwarzenegger – Hefur misst 14 kíló og bætt á sig vöðvum

Ótrúleg breyting á syni Schwarzenegger – Hefur misst 14 kíló og bætt á sig vöðvum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vigdís lét hylja gamalt tattú sem passar ekki lengur við hana – Útkoman er ótrúleg

Vigdís lét hylja gamalt tattú sem passar ekki lengur við hana – Útkoman er ótrúleg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birta Líf klæddi sig upp sem Gugga í gúmmíbát: „BIRTA, ERU ÞAU EKTA?!“

Birta Líf klæddi sig upp sem Gugga í gúmmíbát: „BIRTA, ERU ÞAU EKTA?!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Flíspeysumömmurnar hata þegar ég mæti á svæðið“

Vikan á Instagram – „Flíspeysumömmurnar hata þegar ég mæti á svæðið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Endist lengur í rúminu en það er eitt nýtt vandamál – „Ég hélt hún yrði ánægð“

Endist lengur í rúminu en það er eitt nýtt vandamál – „Ég hélt hún yrði ánægð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórleikarinn segist hafa sætt sig við að einkadóttirin kæri sig ekki um hann – „Ég gerði allt sem ég gat“

Stórleikarinn segist hafa sætt sig við að einkadóttirin kæri sig ekki um hann – „Ég gerði allt sem ég gat“