fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fókus

Læknir segir að þessi algenga venja geti verið hættuleg eftir líkamsrækt

Fókus
Föstudaginn 8. ágúst 2025 14:52

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indverski heimilislæknirinn Dr. Aditj Dhamija varar fólk við að fara í heita sturtu beint eftir erfiða líkamsrækt. Hann segir að þetta getur haft lífshættulegar afleiðingar – jafnvel fyrir heilbrigt og ungt fólk.

Hann ræðir um málið í kjölfar þess að 24 ára karlmaður féll í yfirlið og endaði á gjörgæslu eftir að hafa farið rakleitt í heita sturtu eftir æfingu.

Smkvæmt Dhamija stundar maðurinn reglulega líkamsrækt og hafði þennan dag nýlokið æfingu og farið beint í sturtu. Hálftíma seinna var hann enn inni á baðherbergi og svaraði ekki viðstöddum, það þurfti að brjóta niður hurðina og fannst hann meðvitundarlaus á gólfinu með mjög veikan púls. Hann var fluttur á bráðamóttöku og settur í öndunarvél.

„Hann slapp naumlega frá dauðanum,“ segir læknirinn.

Mynd/Pexels

Dr. Zac Turner, ástralskur heimilislæknir, útskýrir í samtali við News.com.au af hverju þetta er hættulegt. Eftir að æfingu er hjartslátturinn hraður, æðarnar útvíkkaðar og líkaminn byrjar að kæla sig.

Ef þú ferð strax í mjög heita sturtu þá geta æðarnar víkkað enn frekar, sem veldur snöggri lækkun á blóðþrýstingi. Þá getur þú fundið fyrir svima eða jafnvel fallið í yfirlið.

Turner segir að flestir geti farið í sturtu eftir æfingu án vandræða, en ráðleggur fólki að bíða í fimm til tíu mínútur og leyfa líkamanum að jafna sig. Hann segir að það sé betra að fara í kalda eða volga sturtu eftir æfingu og það hafi einnig góð áhrif á bataferlið eftir æfingu.

Dhamija leggur áherslu á að fólk sem kýs að fara í heitar sturtur verði að þekkja viðvörunarmerkin, eins og svima eða ljósfælni, og skrúfa strax fyrir ef slík einkenni byrja að koma fram.

Hann minnir einnig á mikilvægi þess að drekka vel af vatni eftir æfingu.

„Hreyfing á að styrkja þig – ekki færa þig nær dauðanum,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ræða goðsagnakennda frammistöðu Holland yfir samlokugerð – Og hver átti netsokkabuxurnar?

Ræða goðsagnakennda frammistöðu Holland yfir samlokugerð – Og hver átti netsokkabuxurnar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dánarorsök Ozzy Osbourne kunngerð

Dánarorsök Ozzy Osbourne kunngerð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dularfulli rithöfundurinn Akörn lætur aftur á sér kræla – „Það eru margir sem þykjast vita hver þetta er“

Dularfulli rithöfundurinn Akörn lætur aftur á sér kræla – „Það eru margir sem þykjast vita hver þetta er“