fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fókus

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 8. ágúst 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amy Bradley hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum og hefur ekki fundist síðan. Bróðir hennar, Brad, telur sig vita hvað gerðist fyrir hana og vonar að ný heimildarmynd Netflix um málið, Amy Bradley Is Missing, muni verða til þess að fjölskyldan fái loksins einhver svör.

Amy og fjölskylda hennar voru um borð í norska skemmtiferðaskipinu Rhapsody of the Seas þann 24. mars árið 1998. Skipið var þá rétt lagst að bryggju í Curacao í Karabískahafinu. Sólbrúnir farþegar streymdu frá borði til að fara að snorkla, kafa og upplifa eyjuna. En fjölskylda Amy hljóp um skipið í leit að henni. Hún var þá 23 ára, Brad var 21 árs og foreldrar hennar, Rob og Iva voru 51 árs og 49 ára.

Bradley-fjölskyldan á góðri stundu í siglingunni. Mynd:FBI

Sjá einnig: Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana

Kvöldið áður en Amy hvarf hafði hún og Brad verið að skemmta sér saman. Klukkan 04.30 settust systkinin út á svalir káetunnar til að spjalla saman á meðan skipið nálgaðist Curacao. Eftir góða stund fór Brad inn til að leggja sig en Amy varð eftir í sólstólnum.

Á milli klukkan 05.15 og 05.30, þegar skipið var í aðsiglingu að eyjunni, sá Ron að Amy svaf í sólstólnum. Þegar hann fór á fætur hálfri klukkustund síðar voru dyrnar út á svalir opnar og Amy var horfin og fjölskyldan hefur ekki séð hana síðan.

„Var sérstaklega valin“

Heimildarmyndin á Netflix hefur verið að vekja mikla athygli og margar nýjar kenningar komið fram.

Brad, bróðir Amy, telur sig vita hvað gerðist fyrir systur sína. Hann ræddi um málið í breska morgunþættinum This Morning fyrr í vikunni.

Fjölskyldan hefur alltaf verið viss um að Amy hvorki féll né hoppaði fram af svölunum.

„Við augljóslega vitum ekki hvar hún er en síðan að myndin kom út höfum við fengið þúsundir ábendinga frá fólki,“ sagði hann í This Morning.

„Við höldum að það sem gerðist var að Amy var sérstaklega valin sem skotmark. Einhver var að fylgjast með henni og tók hana og við teljum að hún hafi verið seld í einhvers konar kynlífsmansal.“

Hann sagði að þau séu að bíða eftir að einhver sem veit eitthvað um málið stigi fram og hjálpi þeim.

„Ég held reyndar að það séu fleiri sem vita hvað gerðist, en við erum að bíða eftir þessu eina símtali sem leysir málið.“

Nokkrir aðilar hafa haft samband við FBI og sagst hafa séð Amy, einn sá hana á vændishúsi í Curacao og annar sá hana á almenningssalerni þar sem Amy var hótað af fólki sem var með henni í för.

Önnur myndin sem var send í tölvupósti. Mynd:FBI

Árið 2005 fékk Bradley-fjölskyldan tölvupóst frá nafnlausum sendanda með skjáskoti af kynlífsauglýsingu og sagði FBI næstum öruggt að það væri Amy sem var á myndunum. En ekki tókst að komast að hver hafi sent póstinn eða hvar myndirnar voru teknar.

Fjölskyldan heldur enn í vonina um að Amy sé á lífi og að þau muni finna hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nær óþekkjanleg á gömlum myndum – Mikið breyst eftir að hún kynntist Kanye

Nær óþekkjanleg á gömlum myndum – Mikið breyst eftir að hún kynntist Kanye
Fókus
Fyrir 2 dögum

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfulli rithöfundurinn Akörn lætur aftur á sér kræla – „Það eru margir sem þykjast vita hver þetta er“

Dularfulli rithöfundurinn Akörn lætur aftur á sér kræla – „Það eru margir sem þykjast vita hver þetta er“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég samþykkti makaskipti – Nú vill eiginmaður minn skilnað“

„Ég samþykkti makaskipti – Nú vill eiginmaður minn skilnað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Bilað stuð um Versló og ekkert drama á Spáni

Vikan á Instagram – Bilað stuð um Versló og ekkert drama á Spáni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frá heimsmeti til hamfara: Saga hins tvítuga Youssef sem skemmtir stríðshrjáðum börnum á Gaza

Frá heimsmeti til hamfara: Saga hins tvítuga Youssef sem skemmtir stríðshrjáðum börnum á Gaza