fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fókus

Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 8. ágúst 2025 08:29

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brandon Blackstock, fyrrverandi eiginmaður söngkonunnar Kelly Clarkson, er látinn eftir baráttu við krabbamein, aðeins 48 ára að aldri.

„Það er með mikilli sorg sem við tilkynnum að Brandon Blackstock er látinn,“ sagði talsmaður fjölskyldunnar við Page Six í gær.

„Brandon barðist með krafti við krabbamein í meira en þrjú ár. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar. Við þökkum stuðninginn og bænirnar en óskum eftir næði og frið á þessum erfiðu tímum.“

Samkvæmt TMZ hafði Brandon verið að glíma við sortuæxli, sem er alvarlegasta gerð húðkrabbameina.

Fréttirnar um andlát hans bárust tæpum sólahringi eftir að Kelly Clarkson tilkynnti á samfélagsmiðlum að hún væri að hætta með tónleika sína í Las Vegas vegna veikinda fyrrverandi eiginmanns hennar.

„Ég held venjulega einkalífi mínu úr sviðsljósinu, en síðastliðið ár hefur barnsfaðir minn glímt við veikindi og á þessum tímapunkti þarf ég að vera til staðar fyrir þau,“ skrifaði hún á Instagram á miðvikudaginn.

Kelly Clarkson's post about her Las Vegas residency cancellation.

Kelly og Brandon skildu að borði og sæng árið 2020 eftir tæplega sjö ára hjónaband en gengu endanlega frá skilnaðinum tveimur árum seinna, en skilnaðarferlið var langt og ljótt.

Sjá einnig: Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson þarf að borga henni 366 milljónir til baka

Þau eiga saman tvö börn, River, 11 ára, og Remington, 9 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ræða goðsagnakennda frammistöðu Holland yfir samlokugerð – Og hver átti netsokkabuxurnar?

Ræða goðsagnakennda frammistöðu Holland yfir samlokugerð – Og hver átti netsokkabuxurnar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dánarorsök Ozzy Osbourne kunngerð

Dánarorsök Ozzy Osbourne kunngerð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dularfulli rithöfundurinn Akörn lætur aftur á sér kræla – „Það eru margir sem þykjast vita hver þetta er“

Dularfulli rithöfundurinn Akörn lætur aftur á sér kræla – „Það eru margir sem þykjast vita hver þetta er“