„Það er með mikilli sorg sem við tilkynnum að Brandon Blackstock er látinn,“ sagði talsmaður fjölskyldunnar við Page Six í gær.
„Brandon barðist með krafti við krabbamein í meira en þrjú ár. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar. Við þökkum stuðninginn og bænirnar en óskum eftir næði og frið á þessum erfiðu tímum.“
Samkvæmt TMZ hafði Brandon verið að glíma við sortuæxli, sem er alvarlegasta gerð húðkrabbameina.
Fréttirnar um andlát hans bárust tæpum sólahringi eftir að Kelly Clarkson tilkynnti á samfélagsmiðlum að hún væri að hætta með tónleika sína í Las Vegas vegna veikinda fyrrverandi eiginmanns hennar.
„Ég held venjulega einkalífi mínu úr sviðsljósinu, en síðastliðið ár hefur barnsfaðir minn glímt við veikindi og á þessum tímapunkti þarf ég að vera til staðar fyrir þau,“ skrifaði hún á Instagram á miðvikudaginn.
Kelly og Brandon skildu að borði og sæng árið 2020 eftir tæplega sjö ára hjónaband en gengu endanlega frá skilnaðinum tveimur árum seinna, en skilnaðarferlið var langt og ljótt.
Sjá einnig: Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson þarf að borga henni 366 milljónir til baka
Þau eiga saman tvö börn, River, 11 ára, og Remington, 9 ára.