fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fókus

Geir Gunnar rifjar upp atvik sem hann skammast sín fyrir – „Ég brást mjög illa við“

Fókus
Fimmtudaginn 7. ágúst 2025 08:55

Mynd/Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur, matvælafræðingur og einkaþjálfari, sér eftir hvernig hann brást við þegar nákominn ættingi hans kom út úr skápnum. Þetta var fyrir mörgum árum og segir Geir Gunnar að hann hafi þroskast mikið síðan.

Hann ákvað að stíga fram og deila þessari sögu í pistli á Vísi til að vekja fólk til umhugsunar, en nú standa Hinsegin dagar yfir og verður Gleðigangan haldin hátíðlega á laugardaginn næstkomandi.

„Nú eru Hinsegin dagar nýhafnir og sjaldan hefur þörfin á þeim verið meiri. Helst þyrftu allir dagar að vera hinsegin dagar, því það er sorglegt að verða vitni að því bakslagi sem orðið hefur í réttindabaráttu hinsegin fólks um allan heim,“ segir Geir Gunnar og heldur áfram:

„Ég er miðaldra, gagnkynhneigður karlmaður með kvíðaröskun og langar að deila með ykkur minni reynslu af fordómum gagnvart hinsegin samfélaginu.“

Hinsegin dagar hefjast í dag: Klapparstígur verður Gleðigata - DV
Hinsegin dagar standa nú yfir.

Var fordómafullur

Geir Gunnar viðurkennir að þegar hann var rúmlega tvítugur hafi hann verið mjög fordómafullur. „Um leið var ég óöruggur í eigin skinni, hræddur og kvíðinn. Á þessum árum kom nákominn ættingi minn út úr skápnum og ég brást mjög illa við, sakaði viðkomandi um að vera að bulla og grínast í mér,“ segir hann.

„Ég hafði fram að því ekki þekkt neinn sem var opinberlega samkynhneigður. Þetta kvöld bauð þessi ættingi minn mér og vinkonu minni út að borða á veitingastaðnum Ítalíu og síðan á barinn 22 til að hitta vini síni og kærustu/a. Með þessu var ætlunin að sýna fyrir mér að þetta væri ekkert grín, en ég afneitaði þessu öllu og vissi ekki einu sinni að barinn 22 væri yfirlýstur skemmtistaður samkynhneigðra á þessum tíma.“

Geir Gunnar segir að hann vildi óska þess að hann gæti farið aftur í tímann. „Og faðmað þennan ættingja minn lengi og óskað honum innilega til hamingju með þetta hugrakka skref.“

„En tíminn líður áfram og ég hef þroskast mikið á áratugunum sem liðnir eru,“ segir hann og bætir við að hann hefur bæði grátið og hlegið að þessum viðbrögðum hans.

Meira af ást

Geir Gunnar segir að það sé honum óskiljanlegt að einhverjir velji að bregðast við ást annarra með reiði og hatri. „Ég hvet alla sem finna fyrir fordómum gagnvart hinsegin fólki að reyna að eignast vin í hinsegin samfélaginu. Þegar þú kynnist manneskjunni á bak við skilgreininguna, breytist sjónarhornið,“ segir hann.

Hann ræðir þetta nánar í pistlinum sem má lesa hér, en að lokum segir hann:

„Í heimi þar sem gleðigöngur eru bannaðar og stríð geysa, þurfum við meira af ást, umhyggju og virðingu — ekki minna. Við þurfum fleiri þjóðarleiðtoga og stjórnmálamenn sem klæðast dragi í gleðigöngum og fagna fjölbreytileikanum.

Það er von mín að þessi grein opni augu einhverra sem eru í skugganum og ástleysinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dánarorsök Ozzy Osbourne kunngerð

Dánarorsök Ozzy Osbourne kunngerð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dularfulli rithöfundurinn Akörn lætur aftur á sér kræla – „Það eru margir sem þykjast vita hver þetta er“

Dularfulli rithöfundurinn Akörn lætur aftur á sér kræla – „Það eru margir sem þykjast vita hver þetta er“