Samband þeirra feðgina var ekki alltaf dans á rósum, sérstaklega ekki eftir að foreldar Brooke, þau Hulk og Linda, skildu árið 2007. Sambandið lagaðist þó mikið á síðustu árum og hefur Brooke talað fallega um föður sinn eftir andlát hans.
Í færslu á Instagram segist Brooke hafa ákveðið að heiðra minningu föður síns á annan hátt en að mæta í útför hans.
„Faðir minn hafði ekki gaman að hinni þunglamalegu stemningu sem oft fylgir jarðarförum. Hann vildi ekki hafa slíka,” sagði hún og bætti við að fólk syrgi á ýmsa vegu.
„Ég þurfti að taka mínar eigin ákvarðanir um hvernig ég gæti heiðrað hann á sem bestan og einlægastan hátt… í einrúmi… á þann hátt sem lét mig finna sem mest fyrir nærveru hans,” sagði hún og birti mynd af sér á ströndinni ásamt eiginmanni sínum, NHL-leikmanninum Steve Olesky og ungum tvíburum þeirra.
Hulk Hogan var 71 árs þegar hann lést þann 24. júlí síðastliðinn en dánarorsök hans var hjartaáfall.