fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fókus

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans

Fókus
Miðvikudaginn 6. ágúst 2025 17:30

Brooke Hogan og Hulk Hogan. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli í gær að Brooke Hogan, dóttir leikarans og glímugoðsagnarinnar Hulk Hogan, var fjarverandi þegar útför hans fór fram í Flórída.

Samband þeirra feðgina var ekki alltaf dans á rósum, sérstaklega ekki eftir að foreldar Brooke, þau Hulk og Linda, skildu árið 2007. Sambandið lagaðist þó mikið á síðustu árum og hefur Brooke talað fallega um föður sinn eftir andlát hans.

Í færslu á Instagram segist Brooke hafa ákveðið að heiðra minningu föður síns á annan hátt en að mæta í útför hans.

„Faðir minn hafði ekki gaman að hinni þunglamalegu stemningu sem oft fylgir jarðarförum. Hann vildi ekki hafa slíka,” sagði hún og bætti við að fólk syrgi á ýmsa vegu.

„Ég þurfti að taka mínar eigin ákvarðanir um hvernig ég gæti heiðrað hann á sem bestan og einlægastan hátt… í einrúmi… á þann hátt sem lét mig finna sem mest fyrir nærveru hans,” sagði hún og birti mynd af sér á ströndinni ásamt eiginmanni sínum, NHL-leikmanninum Steve Olesky og ungum tvíburum þeirra.

Hulk Hogan var 71 árs þegar hann lést þann 24. júlí síðastliðinn en dánarorsök hans var hjartaáfall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfulli rithöfundurinn Akörn lætur aftur á sér kræla – „Það eru margir sem þykjast vita hver þetta er“

Dularfulli rithöfundurinn Akörn lætur aftur á sér kræla – „Það eru margir sem þykjast vita hver þetta er“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég samþykkti makaskipti – Nú vill eiginmaður minn skilnað“

„Ég samþykkti makaskipti – Nú vill eiginmaður minn skilnað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndbönd sýna slagviðrið á Þjóðhátíð og skúffaðir gestir láta Ellý Ármanns heyra það – „Þú laugst að okkur“

Myndbönd sýna slagviðrið á Þjóðhátíð og skúffaðir gestir láta Ellý Ármanns heyra það – „Þú laugst að okkur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ertu í áhættu fyrir heilabilun? Einfalt 60 sekúndna próf gæti varpað ljósi á það

Ertu í áhættu fyrir heilabilun? Einfalt 60 sekúndna próf gæti varpað ljósi á það