Teddi, sem er 44 ára, er þekktust fyrir þátttöku sína í raunveruleikaþáttunum The Real Housewifes of Beverly Hills. Hún greindist fyrst með sortuæxli í október 2022 og gekkst undir nokkrar aðgerðir í kjölfarið. Í apríl á þessu ári var greint frá því að meinvörp hefðu fundist í heila og lungum.
Teddi var gift Edwin Arroyave í þrettán ár en þau tilkynntu um skilnað í nóvember í fyrra. Það gerðist eftir að upp komst að hún hafði átt í ástarsambandi við hestatemjarann Simon Schröder og verið eiginmanni sínum ótrú. Saman eiga þau þrjú börn.
Teddi, sem er dóttir tónlistarmannsins John Mellencamp, var gestur Jamie Kern Lima í hlaðvarpsþætti hennar sem kom út í gær og í því talaði hún á opinskáan hátt um veikindin og skilnaðinn við Edwin.
Í þættinum játaði Teddi að hafa valdið sínum nánustu miklum sársauka. Segist hún oft hafa velt því fyrir sér hvort veikindin séu eins konar hefnd fyrir framhjáhaldið á sínum tíma.
„Ég velti því fyrir mér hvort ég hafi fengið krabbameinið vegna framhjáhaldsins. Já, eins og þetta hafi verið mín refsing,“ sagði hún og brotnaði niður. „Kannski gerist ekkert í lífinu án þess að maður borgi fyrir það – á einhvern hátt.“