fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fókus

Fjölskyldudrama: Svona er samband Osbourne-systkinanna í dag

Fókus
Miðvikudaginn 6. ágúst 2025 11:30

Aimee, Ozzy, Sharon og Jack Osbourne. Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski þungarokkarinn Ozzy Osbourne lést úr hjartaáfalli þann 22. júlí síðastliðinn, 76 ára að aldri.

Hann skildi eftir sig eiginkonu, Sharon Osbourne, og sex börn. Hjónin áttu þrjú börn saman: Aimee, Kelly og Jack. Fyrir átti hann þrjú börn úr fyrra hjónabandi með Thelmu Riley: Jessicu, Louis og Elliot. Elliot var sonur Thelmu sem Ozzy ættleiddi.

Af þessum sex börnum hafa tvö þeirra kosið lífið í sviðsljósinu eins og foreldrar sínir, þau Jack og Kelly.

Ozzy og Sharon með börnunum sínum þremur. Mynd/Getty

Vildi ekki sviðsljósið

Það vakti talsverða athygli þegar Aimee flutti að heiman, aðeins 16 ára gömul, en ástæðan var ákvörðun foreldra hennar að byrja með raunveruleikaþættina „The Osbournes“ sem fóru í loftið á MTV árið 2002. Aimee hafði engan áhuga að taka þátt og hleypa almenningi inn í líf sitt, svo hún flutti út.

Hún hefur seinna rætt nánar um ástæður þess að hún kaus að vera ekki hluti af raunveruleikaþætti fjölskyldunnar, en hún hafði alla tíð viljað verða söngkona og vildi ekki að ímynd hennar myndi stjórnast af þáttunum. Hún vildi þróa hana sjálf, sem hún gerði og í dag er hún söngkona í hljómsveitinni ARO.

Kelly og Aimee ásamt móður sinni í jarðarför Ozzy. Mynd/Getty

Stirt á milli þeirra

Jack opnaði sig fyrir stuttu um stöðuna á sambandi hans og Aimee. Í þætti af hlaðvarpinu Disrespectfully sem kom út viku áður en Ozzy lést sagði Jack: „Við erum alls ekki náin. Sambandið okkar er ekki gott, hún myndi segja það sama. Það er ekkert leyndarmál.“

Árið 2021 sagði Kelly að hún og systir hennar væru í engu sambandi. „Við tölum ekki saman. Við erum bara mjög ólíkar. Hún skilur mig ekki og ég skil hana ekki.“

Fjölskyldan var þó samheldin í jarðarför Ozzy þann 30. júlí.

Mynd/Getty
Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Látinn bókaunnandi blæs í glæður bóklesturs

Látinn bókaunnandi blæs í glæður bóklesturs
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heimafólk sló „velferðarskjaldborg“ um gesti þjóðhátíðar

Heimafólk sló „velferðarskjaldborg“ um gesti þjóðhátíðar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hafa áhyggjur af Kate Perry í örmum kvennabósans Justin Trudeau

Hafa áhyggjur af Kate Perry í örmum kvennabósans Justin Trudeau
Fókus
Fyrir 5 dögum

Efasemdarraddirnar þagnaðar – The Naked Gun slær í gegn hjá bíógestum og gagnrýnendum – „Ein af fyndnustu myndum síðari tíma“

Efasemdarraddirnar þagnaðar – The Naked Gun slær í gegn hjá bíógestum og gagnrýnendum – „Ein af fyndnustu myndum síðari tíma“