fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fókus

Martröð fyrirsætunnar: Fékk óhugnanleg skilaboð frá móður sinni degi áður en henni var rænt

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 6. ágúst 2025 08:33

Chloe Ayling.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2017 var bresku fyrirsætunni Chloe Ayling rænt á Ítalíu, deginum áður fékk hún skilaboð frá móður sinni sem sagðist ekkert lítast á blikuna. Ayling tókst að sleppa viku seinna en þegar hún sagði sögu sína kallaði breska pressan hana lygara og fékk hún hræðilega meðferð í fjölmiðlum.

Maðurinn sem rændi henni, Lucasz Herba, var dæmdur í sextán ára og níu mánaða fangelsi fyrir glæpinn.

Það var að koma út heimildamynd á BBC, Chloe Ayling: My Unbelievable Kidnapping, þar sem fyrirsætan fer yfir þessa hryllilegu martröð.

„Ég bið þig, ekki fara“

Ayling starfaði sem fyrirsæta og var bókuð í verkefni í Mílanó á Ítalíu sumarið 2017. Hún var þá tvítug.

Degi áður en hún fór til Ítalíu fékk hún skilaboð frá móður sinni: „Ég hef slæma tilfinningu gagnvart þessu verkefni í Mílanó. Ég bið þig, ekki fara.“ En Ayling fór samt.

Þegar hún mætti í myndatökuna var ráðist á hana. Hún segir að tveir grímuklæddir menn hafi komið aftan að henni og sprautað hana með deyfilyfi.

„Ég var meðvitundarlaus og vaknaði síðan með bundnar hendur og fætur og límband yfir munninum. Það var farið með mig á sveitabýli og mér var haldið þar fanginni í sjö daga þar til ég náði að sannfæra einn manninn um að sleppa mér, með því að lesa í hegðun hans og nota tilfinningar hans til mín,“ sagði hún í This Mornin í fyrra.

Mannræningjarnir ætluðu að selja hana í kynlífsánauð til hæstbjóðanda.

Kölluð lygari

Ayling segir að meðferðin sem hún fékk í fjölmiðlum hafi haft meiri langtímaáhrif heldur en mannránið sjálft.

Í fyrra komu út leiknu þættirnir Kidnapped: The Chloe Ayling Story sem voru byggðir á hennar sögu. Hún sagði á sínum tíma vera ánægð að BBC hafi ákveðið að gera þættina og að hún hafi fengið að eiga þátt í að segja sína sögu, að almenningur, sem fékk að heyra að hún væri lygari og að hún hafi sett mannránið á svið, hafi loksins fengið að vita alla söguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sara þjálfari segir það sem er erfitt að heyra – Þetta hjálpaði henni að ná árangri

Sara þjálfari segir það sem er erfitt að heyra – Þetta hjálpaði henni að ná árangri
Fókus
Í gær

Sjaldséð sjón: Grease-stjarna orðin 74 ára

Sjaldséð sjón: Grease-stjarna orðin 74 ára
Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna Guðný lögð af stað í ævintýri lífs síns – „Ég upplifi alla vinalega og hjálplega en svo gæti það breyst“

Anna Guðný lögð af stað í ævintýri lífs síns – „Ég upplifi alla vinalega og hjálplega en svo gæti það breyst“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Er þetta misskildasta skáldsaga allra tíma?

Er þetta misskildasta skáldsaga allra tíma?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hinn kleptómaníski köttur Leónardó – Óður í nærföt nágrannanna

Hinn kleptómaníski köttur Leónardó – Óður í nærföt nágrannanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldar hóta verkfalli og ætla að stofna verkalýðsfélag – Hvernig myndi heimurinn lifa af án þeirra?

Áhrifavaldar hóta verkfalli og ætla að stofna verkalýðsfélag – Hvernig myndi heimurinn lifa af án þeirra?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bretum gróflega misboðið vegna heimildarmyndar um Bonnie Blue sem var sýnd í sjónvarpinu

Bretum gróflega misboðið vegna heimildarmyndar um Bonnie Blue sem var sýnd í sjónvarpinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einar og Milla eignuðust son og fagna fimm ára brúðkaupsafmæli

Einar og Milla eignuðust son og fagna fimm ára brúðkaupsafmæli