Svona hefst bréf 34 ára konu til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Sally Land.
Eiginmaður hennar er 42 ára og hafa þau verið gift í átta ár. Hjónabandið var gott þar til í fyrra, þegar erfiðleikar dundu yfir. Hann missti vinnuna og móðir hans varð síðan alvarlega veik.
„En þó svo að hann fann nýja vinnu og móðir hans náði bata var hann samt fjarlægur. Kynlífið okkar breyttist og svo hættum við að stunda það. Við byrjuðum að rífast og lífið var niðurdrepandi,“ segir konan.
„Ég krafðist þess að hann myndi tala við mig og þá játaði hann að hafa verið að nota klám sem flótta frá vandamálum sínum. Hann sagðist sérstaklega horfa á myndbönd af makaskiptum (e. wife-swap) og stakk upp á því að við myndum prófa það.
Ég þráði svo heitt að allt yrði gott á milli okkar aftur, svo ég samþykkti. Við kynntumst myndarlegu pari á netinu og hittum þau á hóteli. Við borðuðum saman og fórum síðan í sitthvort herbergið með sitthvorum makanum. Maðurinn var frábær og ég hef aldrei verið jafn gröð. Kynlífið var stórkostlegt og ég fékk nokkrar fullnægingar. Við höfum svo aldrei hitt þetta par aftur.
Næsta dag hélt ég að allt yrði loksins eðlilegt aftur en eiginmaður minn var ennþá fjarlægur. Hann kom síðan heim fullur einn daginn og var að röfla um að ég hafi „notið þess of mikið.“
Hann sagðist hafa falið myndavél í herberginu og að hann hafi horft á mig alsæla. Hann hótar nú skilnaði og segist ekki geta treyst mér.
Hvað ætti ég að gera?“
„Það er alltaf hætta á afbrýðisemi í svona aðstæðum. Eiginmaður þinn hefði aldrei átt að taka þig upp án leyfis. Ef þú tilkynnir hann til lögreglu þá gæti hann átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsisdóm.
Þú þarft að hugsa vel og vandlega um hvað þú vilt. Ráðgjöf hjálpar, þú getur farið ein eða með eiginmanni þínum til að ákveða hvort þú viljir enn vera með honum.“