fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fókus

Sjaldséð sjón: Grease-stjarna orðin 74 ára

Fókus
Þriðjudaginn 5. ágúst 2025 10:55

Didi Conn í hlutverki Frenchy. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Didi Conn, sem margir þekkja sem Frenchy í vinsælu söngleikjamyndinni Grease sem kom út árið 1978, hefur haldið sig að mestu frá sviðsljósinu undanfarna áratugi en í sumar hafa aðdáendur fengið að sjá meira af henni.

Olivia Newton-John og John Travolta fóru með aðalhlutverkin en Frenchy var vinsæl persóna og uppáhald margra aðdáenda.

Það hefur sést lítið til hennar síðustu ár en E! News birtir nýja mynd af henni, klædd bleikum bol sem minnir á bleiku dömurnar í Grease.

Sjá myndina hér.

Didi Conn er orðin 74 ára gömul. Fyrr í sumar var hún kynnir á viðburði þar sem Grease var sýnd í Hollywood Bowl í Los Angeles. Travolta mætti óvænt, klæddur sem Danny Zuko.

Didi Conn í júní ásamt John Travolta.

Conn sagði í viðtali við People í byrjun júlí að þetta hafi verið einstök upplifun, að sjá og heyra átján þúsund manns standa og syngja með myndinni. Hún sagði að þetta hafi líka verið falleg stund, til heiðurs Oliviu Newton-John, sem lést árið 2022 eftir baráttu við krabbamein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ertu í áhættu fyrir heilabilun? Einfalt 60 sekúndna próf gæti varpað ljósi á það

Ertu í áhættu fyrir heilabilun? Einfalt 60 sekúndna próf gæti varpað ljósi á það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Látinn bókaunnandi blæs í glæður bóklesturs

Látinn bókaunnandi blæs í glæður bóklesturs
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lína Birgitta lét skvísurnar svitna á glæsilegri þakæfingu í New York – „Það var tekið vel á því“

Lína Birgitta lét skvísurnar svitna á glæsilegri þakæfingu í New York – „Það var tekið vel á því“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ekkjan nær óþekkjanleg á nýjum myndum – Með hvítmálað og sorgmætt andlit

Ekkjan nær óþekkjanleg á nýjum myndum – Með hvítmálað og sorgmætt andlit