Olivia Newton-John og John Travolta fóru með aðalhlutverkin en Frenchy var vinsæl persóna og uppáhald margra aðdáenda.
Það hefur sést lítið til hennar síðustu ár en E! News birtir nýja mynd af henni, klædd bleikum bol sem minnir á bleiku dömurnar í Grease.
Sjá myndina hér.
Didi Conn er orðin 74 ára gömul. Fyrr í sumar var hún kynnir á viðburði þar sem Grease var sýnd í Hollywood Bowl í Los Angeles. Travolta mætti óvænt, klæddur sem Danny Zuko.
Conn sagði í viðtali við People í byrjun júlí að þetta hafi verið einstök upplifun, að sjá og heyra átján þúsund manns standa og syngja með myndinni. Hún sagði að þetta hafi líka verið falleg stund, til heiðurs Oliviu Newton-John, sem lést árið 2022 eftir baráttu við krabbamein.