fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fréttir

Elsta barn heims fætt – Nýburinn Thaddeus er rúmlega þrítugur

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. ágúst 2025 13:30

Hinn aldni nýburi Thaddeus Daniel Pierce

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 26. júlí fæddist Thaddeus Daniel Pierce í Ohio í Bandaríkjunum. Það væri svo sem ekki til frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að Thaddeus litli sló óvenjulegt heimsmet, hann er nefnilega elsta nýfædda barn heims.

Þetta kann að hljóma einkennilega en ástæðan er sú að fósturvísirinn, sem barnið myndaðist úr, var frystur fyrir meira en þremur áratugum síðar. Thaddeus litli fæddist því í raun þrítugur en þó ekki með bílpróf og námslán á bakinu.

Foreldrar hans, þau Lindsey og Tim Pierce, gerðu sér þó ekki grein fyrir að þau væru að setja met þegar þau fóru í gegnum svokallaða fósturvísaættleiðingu. „Við vildum bara eignast barn,“ segir Lindsey í viðtali við MIT Technology Review.

Fósturvísir Thaddeusar var upphaflega búinn til í gegnum glasafrjóvgun á tíunda áratugnum fyrir hjónin Lindu Archerd og eiginmann hennar á þeim tíma. Einn fósturvísir var þá settur í Lindu og hún fæddi dóttur, systur  Thaddeusar, sem í dag er 30 ára – og sjálf móðir 10 ára barns.

Þegar Linda og maki hennar skildu voru hinir þrír fósturvísarnir settir í langtímageymslu og síðar settir í ættleiðingarkerfi. Slíkar fósturvísaættleiðingar eru algengari í Bandaríkjunum, einkum á kristnum læknastofum, til að hjálpa pörum sem glíma við ófrjóssemi eignast börn.

Áður átti par sem eignaðist tvíburabræður – einnig úr 30 ára gömlum fósturvísum – heimsmetið, en Thaddeus hefur nú hrifsað metið með sjónarmun af þeim bræðrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu