fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Pressan

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð

Pressan
Fimmtudaginn 31. júlí 2025 21:30

Tamika Chesser og Julian Storry

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir rúmlega mánaðarlanga leit telur lögreglan í Suður-Ástralíu sig nú hafa fundið höfuð Julians Story, manns sem er talinn hafa verið myrtur á hrottalegan hátt af kærustu sinni, Tamiku Chesser, fyrrverandi keppanda í vinsælum raunveruleikaþætti ytra, Beauty and the Geek.

Parið var búsett í strandbænum Port Lincoln en lík Julian fannst fyrir tilviljun í íbúð þeirra að kvöldi 19. júní síðastliðinn.  Lögregla hafði verið kölluð á vettvang vegna smávægilegs eldsvoða í húsinu og uppgötvaði líkið en þá hafði höfuð Julian verið fjarlægt.

Eðlilega beindist grunur lögreglumanna strax  að kærustu hans, Tamiku Chesser, sem var handtekin á staðnum eftir nokkur átök við lögreglu en einn lögreglumaður slasaðist í aðgerðinni. Er talið að morðið hafi átt sér stað tveimur dögum fyrr, aðfararnótt 17. júní.  Chesser hefur verið ákærð fyrir morð, líkamsvanhelgun og árás á lögreglumann.

Leitin að höfuðinu vakti mikla athygli

Í kjölfar handtökunnar hófst umfangsmikil leit að höfði Julian. Leitin beindist að kjarrlendi og strandlínu nærri Port Lincoln og fór fram með aðstoð lögreglu, björgunarsveita og sérfræðinga í réttarlæknisfræði. Leitinni var hætt tímabundið þann 1. júlí en hún hófst aftur í síðustu viku eftir að lögregla fékk nýjar upplýsingar og skilgreindi ný leitarsvæði.

Í morgun tilkynnti lögregla svo um að  líklega væri höfuð Julians Storys loks fundist. Hundaeigandi hafði verið á ferð með hund sinn í kjarrlendi rétt utan við göngustíg þegar hundurinn hljóp inn í runna og kom ekki þegar á hann var kallað. Þegar eigandinn fór á eftir honum uppgötvaði hann hauskúpu sem lá einfaldlega á jörðinni, hafði hvorki verið grafið né hulið að neinu leyti.

Fjölskylda Storys hefur verið látin vita af fundinum og næstu skrefum.

Landsfræg fyrirsæta og raunveruleikastjarna

Hinn meinti morðingi, Tamika Chesser, sem komst í úrslit í annarri þáttaröð Beauty and the Geek árið 2010, hefur vakið talsverða fjölmiðlaathygli í Ástralíu í gegnum tíðina. Hún hefur unnið sem fyrirsæta fyrir vörumerki á borð við Target og birst í tímaritum eins og Ralph og FHM. Á samfélagsmiðlum sínum hefur hún birt bæði kynþokkafullar glamúrmyndir og sem óræðari myndir sem vísa í trúarbrögð á borð við gyðingdóm og hindúisma.

Chesser hefur verið vistuð á geðdeild síðan hún var handtekin. Ákærurnar gegn henni verða teknar fyrir í tveimur dómsmálum: árásin á lögreglumann verður til meðferðar í Port Lincoln þann 31. júlí, og morðmálið sjálft í desember.

Málið hefur vakið mikla athygli meðal íbúa í Port Lincoln, sem segja slíkt hrottafengið ofbeldismál vera einsdæmi í bænum. Þá eru margir fegnir að höfuð fórnarlambsins hafi loks fundist enda óþægileg tilhugsun að það gæti leynst hvar sem er, í og við bæinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fengu loftstein í gegnum þakið

Fengu loftstein í gegnum þakið
Pressan
Í gær

Kennari tilkynnti sig veika – Fékk full laun í 16 ár

Kennari tilkynnti sig veika – Fékk full laun í 16 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ósætti á milli tveggja ökumanna endaði með ólýsanlegum harmleik

Ósætti á milli tveggja ökumanna endaði með ólýsanlegum harmleik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gervigreindarforrit Elon Musk gaf notanda „nákvæmar“ leiðbeiningar um hvernig sé hægt að myrða Musk

Gervigreindarforrit Elon Musk gaf notanda „nákvæmar“ leiðbeiningar um hvernig sé hægt að myrða Musk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugþjónn gripinn nakinn og undir áhrifum fíkniefna inn á salerni flugvélar

Flugþjónn gripinn nakinn og undir áhrifum fíkniefna inn á salerni flugvélar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð