Enska kvennalandsliðið var ekki beint sannfærandi á EM en varði þó titil sinn á mótinu með gríðarlegri vinnusemi og baráttu.
Liðið vann heimsmeistara Spánar í úrslitaleik í gær í vítaspyrukeppni eftir 1-1 jafntefli. Liðið vann einmitt fyrsta leik útsláttarkeppninnar, gegn Svíþjóð í 8-liða úrslitum, einnig í vítaspyrnukeppni eftir 2-2 jafntefli, þar sem Svíar komust 2-0 yfir.
Undanúrslitaeinvígið við Ítalíu vann England eftir framlengdan leik. Ítalir komust yfir en þær ensku jöfnuðu í blálok venjulegs leiktíma áður en þær skoruðu sigurmarkið á lokaandartökum framlengingarinnar.
Þetta þýðir að enska liðið leiddi aðeins í 4 mínútur og 52 sekúndur í útsláttarkeppni EM, stóð samt uppi sem sigurvegari sem er aðdáunarvert.
04:52 – @Lionesses won #EURO2025 despite leading for just four minutes and 52 seconds in the entire knockout stages of the tournament (including stoppage time). Battlers. pic.twitter.com/oAdXOMuQxb
— OptaJoe (@OptaJoe) July 27, 2025