fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
433Sport

Sú besta í heimi sögð bitur eftir þessi ummæli

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 28. júlí 2025 14:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enskir knattspyrnustuðningsmenn eru margir hverjir ósáttir við ummæli Aitana Bonmati, skærustu stjörnu Spánverja, eftir úrslitaleik liðanna á EM í gær.

England vann heimsmeistarana eftir vítaspyrnukeppni, þar sem Bonmati klikkaði til að mynda, en hún er af mörgum talin besta knattspyrnukona heims og hlaut hún Ballon d’Or verðlaunin fyrir síðasta ár.

Enska liðið var ekki allt of sannfærandi allt mótið en varði titil sinn frá því 2022 þrátt fyrir það.

„Enska liðið getur spilað illa en samt unnið. Þannig hefur það verið allt mótið en svona er fótbolti, stundum þurfa lið ekki að gera mikið til að vinna,“ sagði Bonmati eftir leik.

Enskir netverjar létu hana margir hverjir heyra það fyrir þessi ummæli, eins og miðlar ytra hafa vakið athygli á. Var hún til að mynda sögð tapsár og bitur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Höfnuðu nýju tilboði Valsmanna sem skoða nú stöðuna – Víkingur vildi fá leikmann á móti

Höfnuðu nýju tilboði Valsmanna sem skoða nú stöðuna – Víkingur vildi fá leikmann á móti
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bjóða Ramsdale tækifæri á að vera áfram í úrvalsdeildinni

Bjóða Ramsdale tækifæri á að vera áfram í úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ronaldo kallar eftir því að fá annan leikmann enska stórliðsins til Sádí

Ronaldo kallar eftir því að fá annan leikmann enska stórliðsins til Sádí
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Karlremban gat ekki setið á sér – Fær yfir sig holskeflu af gagnrýni

Karlremban gat ekki setið á sér – Fær yfir sig holskeflu af gagnrýni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Áhorfendamet féll á EM

Áhorfendamet féll á EM
433Sport
Í gær

Besta deildin: Dramatík er Fram náði stigi gegn Víkingum – Patrick jafnaði markametið

Besta deildin: Dramatík er Fram náði stigi gegn Víkingum – Patrick jafnaði markametið
433Sport
Í gær

Real sagt ætla að fá Saliba í sumar – Hann staðfestir viðræður við Arsenal

Real sagt ætla að fá Saliba í sumar – Hann staðfestir viðræður við Arsenal
433Sport
Í gær

Óttast að gera sömu mistök og með Mbappe – Einn sá besti verður seldur í sumar

Óttast að gera sömu mistök og með Mbappe – Einn sá besti verður seldur í sumar
433Sport
Í gær

Prakkarar náðu að plata sambandið – Sendu inn umsókn frá Xavi og Guardiola

Prakkarar náðu að plata sambandið – Sendu inn umsókn frá Xavi og Guardiola