fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Fókus

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld

Fókus
Föstudaginn 25. júlí 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísku hjónin, Ellen DeGeneres og Portia de Rossi hafa sett heimili sitt í Bretlandi á sölu eftir að hafa aðeins búið þar í mánuð og átt í um ár.

DeGeneres lýsti því nýlega yfir í viðtali við BBC að þær hefðu tekið ákvörðun um að flytja frá Bandaríkjunum og setjast að í Bretlandi eftir að Donald Trump tók aftur við embætti forseta Bandaríkjanna. Upphaflega ætluðu þær aðeins að dvelja í Bretlandi í nokkra mánuði árið 2024, og komu til landsins degi áður en Trump var kjörin. Eftir að vakna morguninn eftir með fjölda skilaboða frá vinum þeirra tóku þær ákvörðun um að vera um kyrrt.

Þær hafa nú sett bóndabæ sinn í Cotswals á sölu fyrir 30 milljónir dala, sem er 10 milljónum meira en en þær keyptu á vorið 2024. Þrátt fyrir að hafa búið þar í stuttan tíma hafa þær gert miklar endurbætur á 43 hektara eigninni, sem kölluð er Kitesbridge Farm.

Eignin  samanstendur af nokkrum byggingum, og eru sumar þeirra tengdar saman með lokuðum glergöngum, og er samtals 1543 fermetrar að stærð. Aðalhúsið, sem upphaflega var byggt á 18. öld, er með sex svefnherbergi og tengist tveggja svefnherbergja gistihúsi.

Setustofan.Mynd: Sothebys/UK.
Eldhúsið. Mynd: Sothebys/UK.
Eldhúsið. Mynd: Sothebys/UK.
Hjónaherbergið. Mynd: Sothebys/UK.
Hjónaherbergið er með einkabaðherbergi. Mynd: Sothebys/UK.
Tvö fataherbergi eru í aðalhúsinu. Mynd: Sothebys/UK.
Sólstofa. Mynd: Sothebys/UK.

Á búinu er einnig veisluhlaða með krá, upphitaður bílskúr fyrir fimm bíla og með eldhúskrók, og aðskilin líkamsræktarstöð með tækjasal og upphitaðri sundlaug.

Partýhlaðan er með bar. Mynd: Sothebys/UK.
Setustofan í hlöðunni. Mynd: Sothebys/UK.
Innisundlaug. Mynd: Sothebys/UK.
Tækjasalur. Mynd: Sothebys/UK.
Mynd: Sothebys/UK.

Hjónin, sem eru þekkt fyrir að kaupa hús, endurbæta og selja aftur, fékk að sögn 70 starfsmenn til að gera upp eignina að fullu á aðeins fjórum og hálfum mánuði (þrátt fyrir að verktakar hafi sagt þeim að það gæti tekið 18 mánuði).

DeGeneres og de Rossi bjuggu aðeins í húsinu í mánuð og hafa þegar flutt í nýtt hús í nágrenninu sem er mun stærra og nútímalegra með nægu lóðarrými fyrir alla hesta de Rossi.

„Þegar við ákváðum að búa hér til frambúðar vissum við að Portia gæti ekki lifað án hestanna sinna,“ sagði DeGeneres. „Við þurftum hús með aðstöðu fyrir hesta og haga fyrir þá.“

Fasteignasali þeirra sagði að nýja höfðingjasetur þeirra líti út fyrir að eiga heima í Malibu.

Hjónin seldu strandhús sitt í Montecito í Kaliforníu fyrir 5,2 milljónir dala í mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var ástfangin af Al Pacino sem sagði hana of unga

Var ástfangin af Al Pacino sem sagði hana of unga
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrum fegursta kona heims fagnaði afmælisdeginum með bikinímyndum

Fyrrum fegursta kona heims fagnaði afmælisdeginum með bikinímyndum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjónvarpsmaðurinn brast í grát er hann opnaði sig um erfið veikindi innan fjölskyldunnar

Sjónvarpsmaðurinn brast í grát er hann opnaði sig um erfið veikindi innan fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ekki sópa þeim tilfinningum undir teppi“

„Ekki sópa þeim tilfinningum undir teppi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Orðrómur frá Hollywood – Eru ljóshærða kynbomban og djúpraddaði hjartaknúsarinn að draga sig saman á gamalsaldri?

Orðrómur frá Hollywood – Eru ljóshærða kynbomban og djúpraddaði hjartaknúsarinn að draga sig saman á gamalsaldri?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fullyrðir að innflytjendur hafi skapað vandamál á fæðingardeild – „Ákveðnir menn úr múslimaheiminum hafa verið að sýna af sér alvarlega framkomu“

Fullyrðir að innflytjendur hafi skapað vandamál á fæðingardeild – „Ákveðnir menn úr múslimaheiminum hafa verið að sýna af sér alvarlega framkomu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram – „Þakklát alla daga að hafa ekki sætt mig við the bare minimum“

Vikan á Instagram – „Þakklát alla daga að hafa ekki sætt mig við the bare minimum“