fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Fókus

Hvíta húsið sendir frá sér yfirlýsingu eftir að South Park skemmti skrattanum rækilega

Fókus
Föstudaginn 25. júlí 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Teiknimyndaþættirnir South Park eru búnir að setja allt á hliðina með vægarlausu gríni á kostnað Bandaríkjaforseta. Annars vegar var um að ræða gervigreindarmyndband þar sem forsetinn sést fækka fötum í eyðimörkinni og hins vegar atriði þar sem forsetinn reynir við skrattann. Í báðum tilvikum er forsetinn sagður vera með ogguponsulítinn getnaðarlim.

„Hræsni vinstrisins virðist engan enda ætla að taka – árum saman hafa þeir ráðist á South Park fyrir það sem þeir kalla „móðgandi“ efni en skyndilega eru þeir núna að hrósa þáttunum,“ sagði Taylor Rogers talsmaður Hvíta hússins í yfirlýsingu til fjölmiðla.

„Rétt eins og höfundar South Park hefur vinstrið ekkert uppruna- eða frumlegt fram að færa sem er ástæðan fyrir því að vinsældir þeirra ná sífellt nýjum lægðum. Þessi þáttur hefur ekki skipt nokkru máli í rúm 20 ár og hangir á bláþræði með ófrumlegum og órvæntingafullum tilraunum til að vekja athygli. Trump hefur efnt fleiri loforð síðasta hálfa árið en nokkur annar forseti í sögunni – og enginn fjórða flokks sjónvarpsþáttur mun stöðva sigurgöngu forsetans.“

Íbúar fjallabæjarins South Park standa í ströngu í fyrsta þætti nýrrar seríu. Þeim tókst að reita Trump til reiði og eiga nú yfir höfði sér málsókn frá forsetanum. Forsetinn gengur hart fram og fer svo að bærinn leitar sátta. Til að friðþægja forsetann lofa bæjarbúar að framleiða jákvæðar auglýsingar um Trump, sem þátturinn gerir svo með gervigreindarmyndbandi þar sem forsetinn sést ganga í gegnum eyðimörkina fyrir þjóð sína, fækka fötum og leggjast loks nakinn í sandinn. Þá stingur ogguponsulitli getnaðarlimurinn upp höfðinu en höfundar þáttanna bættu augum á getnaðarliminn svo hann yrði ekki ritskoðaður. „Limur hans er oggupons en ást hans til okkar er stór“.

Þarna eru höfundar South Park að skjóta föstum skotum á streymisveituna Paramount, sem er og verður heimili South Park næstu árin. Trump hafði stefnt Paramount út af viðtali 60 Minutes við forsetaframbjóðandann Kamala Harris, en Trump taldi að viðtalið hefði verið klippt til svo Harris kæmi betur út. Paramout samþykkti loks að greiða Trump bætur og taka á sig að birta fyrir Trump almannaþjónustuauglýsingar og annað slíkt. Fyrirtækið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir samkomulagið og sagt hafa kysst vöndinn. Mun Paramount hafa farið þá leið að sefa reiðina í forsetanum til að tryggja samþykki yfirvalda á fyrirhuguðum samruna Paramount og afþreyfingarfyrirtækisins Skydance.

Höfundar South Park gerðu á dögunum samning við Paramount sem er metinn á tæpa 190 milljarða, en samningurinn tryggir streymisveitunni sýningarrétt á 50 nýjum þáttum sem verða framleiddir næstu fimm árin. Blekið var varla þornað þegar fyrsti þátturinn fór í loftið og finnst netverjum hreint stórkostlegt að þar hafi South Park strax rústað öllum tilraunum Paramount til að halda forsetanum góðum.

Það kemur líklega fáum á óvart að stuðningsmenn Trump eru ekki sáttir með efnistök nýjasta South Park þáttarins. Andstæðingar forsetans eru hins vegar í skýjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var ástfangin af Al Pacino sem sagði hana of unga

Var ástfangin af Al Pacino sem sagði hana of unga
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrum fegursta kona heims fagnaði afmælisdeginum með bikinímyndum

Fyrrum fegursta kona heims fagnaði afmælisdeginum með bikinímyndum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjónvarpsmaðurinn brast í grát er hann opnaði sig um erfið veikindi innan fjölskyldunnar

Sjónvarpsmaðurinn brast í grát er hann opnaði sig um erfið veikindi innan fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ekki sópa þeim tilfinningum undir teppi“

„Ekki sópa þeim tilfinningum undir teppi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Orðrómur frá Hollywood – Eru ljóshærða kynbomban og djúpraddaði hjartaknúsarinn að draga sig saman á gamalsaldri?

Orðrómur frá Hollywood – Eru ljóshærða kynbomban og djúpraddaði hjartaknúsarinn að draga sig saman á gamalsaldri?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fullyrðir að innflytjendur hafi skapað vandamál á fæðingardeild – „Ákveðnir menn úr múslimaheiminum hafa verið að sýna af sér alvarlega framkomu“

Fullyrðir að innflytjendur hafi skapað vandamál á fæðingardeild – „Ákveðnir menn úr múslimaheiminum hafa verið að sýna af sér alvarlega framkomu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram – „Þakklát alla daga að hafa ekki sætt mig við the bare minimum“

Vikan á Instagram – „Þakklát alla daga að hafa ekki sætt mig við the bare minimum“