fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Fókus

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu

Fókus
Föstudaginn 25. júlí 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitin Coldplay hélt eftirminnilega tónleika í Boston þann 16. júlí sem munu seint líða mönnum úr minni. Ekki var það vegna tónlistarinnar heldur vegna tveggja tónleikagesta sem óraði líklega ekki fyrir því að tónleikarnir myndu draga slíkan dilk á eftir sér. Coldplay notaði svokallaða kossavél (e. kiss-cam) til að varpa upp myndum af ástföngnum tónleikagestum. Þegar myndavélin beindist að þeim Andy Byron og Kristin Cabot og krossbrá þeim. Þau höfðu verið í innilegu faðmlagi en þegar myndavélin beindist að þeim sneri Kristin sér hratt við og Andy nánast kastaði sér til hliðar. Enda voru þau bæði gift, og það ekki hvort öðru.

Andy var forstjóri tæknifyrirtækisins Astronomer, en hann hefur nú sagt af sér. Kristin starfaði hjá sama fyrirtæki sem mannauðsstjóri en fjölmiðlar greina nú frá því að hún hafi einnig sagt starfi sínu lausu. Talsmaður Astronomer staðfesti þetta í samtali við Page Six.

Myndband af áðurnefndu atviki hefur farið sem eldur í sinu um netheima og rúmlega hundrað milljónir barið það augum. Málið hefur beint athygli að bæði Astronomer sem og fyrrum forstjóranum, Byron, sem kann því áreiðanlega illa að hafa verið kastað fram í sviðsljósið með þessum hætti. Page Six hefur til dæmis greint frá því að Byron sé ekki bara konu sinni ótrúr heldur hafi hann einnig verið hörmulegur yfirmaður í sínu fyrra starfi hjá fyrirtækinu Cybereason. Hann hafi ítrekað tekið hárblásarann á starfsmenn sem voru honum ósammála og hótað þeim brottvísun. Vegna framgöngu hans hafi fjöldi starfsmanna hrökklast úr starfi.

Hvorki Byron né Cabot hafa tjáð sig opinberlega um hneykslið en talið er að hjónabönd þeirra séu nú á brauðfótum. Cabot mun hafa tekið niður giftingahring sinn og eiginkona Byron hefur fjarlægt eftirnafn hans á samfélagsmiðlum sínum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var ástfangin af Al Pacino sem sagði hana of unga

Var ástfangin af Al Pacino sem sagði hana of unga
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrum fegursta kona heims fagnaði afmælisdeginum með bikinímyndum

Fyrrum fegursta kona heims fagnaði afmælisdeginum með bikinímyndum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjónvarpsmaðurinn brast í grát er hann opnaði sig um erfið veikindi innan fjölskyldunnar

Sjónvarpsmaðurinn brast í grát er hann opnaði sig um erfið veikindi innan fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ekki sópa þeim tilfinningum undir teppi“

„Ekki sópa þeim tilfinningum undir teppi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Orðrómur frá Hollywood – Eru ljóshærða kynbomban og djúpraddaði hjartaknúsarinn að draga sig saman á gamalsaldri?

Orðrómur frá Hollywood – Eru ljóshærða kynbomban og djúpraddaði hjartaknúsarinn að draga sig saman á gamalsaldri?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fullyrðir að innflytjendur hafi skapað vandamál á fæðingardeild – „Ákveðnir menn úr múslimaheiminum hafa verið að sýna af sér alvarlega framkomu“

Fullyrðir að innflytjendur hafi skapað vandamál á fæðingardeild – „Ákveðnir menn úr múslimaheiminum hafa verið að sýna af sér alvarlega framkomu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram – „Þakklát alla daga að hafa ekki sætt mig við the bare minimum“

Vikan á Instagram – „Þakklát alla daga að hafa ekki sætt mig við the bare minimum“