fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Fókus

Var ástfangin af Al Pacino sem sagði hana of unga

Fókus
Fimmtudaginn 24. júlí 2025 07:26

Winona Ryder. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórleikkonan Winona Ryder hefur upplýst um að hún hafi verið yfir sig ástfangin af goðsögninni Al Pacino á árum áður. Pacino leikstýrði Ryder í heimildarmyndinni Looking for Richard árið 1996 og urðu þau afar náin á meðan æfingum og tökum stóð. Áttu þau það sameiginlegt að elska kaffi og heimsóttu þau kaffihús um alla New York-borg um þetta leyti.

Ryder var um 25 ára gömul á þessum tíma og Pacino um þrjátíu árum eldri.

Í viðtali við Elle-tímaritið segir leikkonan að dag einn hafi hún tilkynnt Pacino að hún væri yfir sig ástfangin af honum. Honum hafi fundist það í raun krúttlegt og sagt henni að það gengi aldrei upp enda væri hún alltof ung fyrir hann.

Al Pacino. Mynd/Getty

Tíu árum síðar rákust þau á hvort annað aftur og þá kom það Ryder talsvert á óvart að kærasta Pacino var mun yngri en hún.

Þessi vonbrigði hafi þó ekki haft áhrif á vináttu þeirra og segir Ryder að þau hittist meira að segja af og til og spili póker.

Al Pacino er allt að því alræmdur fyrir sambönd sín við mun yngri konur en árið 2023 eignaðist hann barn, þá 83 ára gamall, með 31 árs gamalli kærustu sinni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynlífsathöfnin sem Gwyneth Paltrow elskaði með Affleck afhjúpuð

Kynlífsathöfnin sem Gwyneth Paltrow elskaði með Affleck afhjúpuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skellur fyrir hertogahjónin – Netflix telur ekkert meira á þeim að græða

Skellur fyrir hertogahjónin – Netflix telur ekkert meira á þeim að græða
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórstjarnan segist vilja hörku í kynlífinu – Heldur áfram að hrauna yfir fyrrverandi

Stórstjarnan segist vilja hörku í kynlífinu – Heldur áfram að hrauna yfir fyrrverandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Coldplayhneykslið – Segir framhjáhaldarann mögulega geta höfðað mál gegn sveitinni

Coldplayhneykslið – Segir framhjáhaldarann mögulega geta höfðað mál gegn sveitinni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi aðstoðarkona Katrínar sópar Markle af samfélagsmiðlum um leið og hún segir starfinu lausu

Fyrrverandi aðstoðarkona Katrínar sópar Markle af samfélagsmiðlum um leið og hún segir starfinu lausu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Smyglaði myndavél inn á stærsta tónleikaviðburð sögunnar – Live Aid í 35 kornóttum myndum frá fremstu röð

Smyglaði myndavél inn á stærsta tónleikaviðburð sögunnar – Live Aid í 35 kornóttum myndum frá fremstu röð