fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Trump fúll og hefnir sín á Wall Street Journal út af Epstein-frétt

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. júlí 2025 07:51

Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvíta húsið tilkynnti í gærkvöldi að fulltrúi The Wall Street Journal fengi ekki að vera með í þeim hópi blaðamanna sem myndi fylgja Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í opinbera heimsókn til Skotland þann 25-29. júlí næstkomandi.

Ástæðan er meint falsfrétt miðilsins, að mati Trump, um samband hans við Jeffrey Epstein. Blaðið greindi frá því rétt fyrir helgi að Trump hefði sent níðingnum afmæliskort í tilefni af fimmtugsafmæli þess síðarnefnda árið 2003. Í kortinu hefði verið teikning, eftir Trump, af nakinni konu og var nafn forsetans skrifað á skaphárasvæði myndarinnar.

Trump brást illur við fréttinni og hótaði blaðinu málsókn.

Sjá einnig: Trump sagður hafa sent Epstein afmæliskort með teikningu af naktri konu – Forsetinn segir kortið falsað og hótar málsókn

Bandarískir fjölmiðlar hafa haft áhyggjur af því að Trump myndi sífellt ganga lengra í því að refsa fjölmiðlum fyrir fréttir sem eru ekki honum að skapa. Skemmst er að minnast þess þegar Associated Press var útilokað frá því að ferðast með forsetanum í byrjun árs á grundvelli þess að miðillinn hélt áfram að tala um Mexíkóflóa í stað Ameríkuflóa eins og Trump hafði fyrirskipað.

Blaðamannafélag Hvíta hússins hefur fordæmt ákvörðun Trump gegn The Wall Street Journal sem hefndaraðgerð og árás á tjáningarfrelsi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjóst ekki við þessu þegar hann kveikti sér í sígarettu – Sjáðu myndbandið

Bjóst ekki við þessu þegar hann kveikti sér í sígarettu – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bónus komið með sushi í verslanir

Bónus komið með sushi í verslanir