fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

Með ótrúlegt fjármagn miðað við lið í næst efstu deild

Victor Pálsson
Mánudaginn 21. júlí 2025 15:00

Ryan Reynolds og Blake Lively. Reynolds er annar eigenda Wrexham. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wrexham er sagt vera með mikið fjármagn til að fjárfesta í framherja í sumar en blaðamaðurinn Alan Nixon greinir frá.

Wrexham er að verða ansi frægt félag um allan heim en það er í eigu Rob McElhenney og Ryan Reynolds sem eru báðir leikarar.

Samkvæmt Nixon getur Wrexham borgað tíu milljónir punda fyrir framherja í sumar og er það í raun ótrúleg upphæð fyrir lið sem er nýkomið í næst efstu deild.

Wrexham ætlar sér alla leið eftir frábæran árangur undanfarin ár en markmiðið er að koma liðinu í efstu deild.

Wrexham er nýbúið að bæta eigið félagsmet þegar kemur að félagaskiptum en Liberato Cacace gekk í raðir félagsins fyrir 2,1 milljón punda.

Næsta stjarna liðsins gæti kostað allt að fjórfalt meira og verður mjög fróðlegt að sjá hver sá maður verður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Andri Lucas og Daníel Tristan ekki einu bræðurnir á vellinum í kvöld

Andri Lucas og Daníel Tristan ekki einu bræðurnir á vellinum í kvöld
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gátu ekkert gegn Íslandi en náðu í stig í kvöld

Gátu ekkert gegn Íslandi en náðu í stig í kvöld
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

„Þá gætum við allt eins sleppt þessu“

„Þá gætum við allt eins sleppt þessu“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kostulegt atvik í beinni útsendingu – Virkaði áttavilltur og gekk óvænt út

Kostulegt atvik í beinni útsendingu – Virkaði áttavilltur og gekk óvænt út
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arnar útskýrir áhrifin sem fjarvera Alberts hefur

Arnar útskýrir áhrifin sem fjarvera Alberts hefur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þurfa að vera óhræddir og þá getur allt gerst

Þurfa að vera óhræddir og þá getur allt gerst
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Veltir fyrir sér ummælum Arnars – Þýða þau að óvænt tíðindi séu í kortunum?

Veltir fyrir sér ummælum Arnars – Þýða þau að óvænt tíðindi séu í kortunum?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta segja veðbankar um möguleika Íslands í kvöld

Þetta segja veðbankar um möguleika Íslands í kvöld