fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Lögreglan hamdi falskan partýsöng

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 20. júlí 2025 09:20

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mörg horn var að líta á næturvakt lögreglunnar, 94 mál skráð og einn dvaldi í fangageymslum lögreglu.

Talsvert var af tilkynningum um partýhávaða í heimahúsum, þá var töluverð ölvun í miðborginni og þó nokkrar aðstoðarbeiðnir bárust vegna ölvaðra einstaklinga, lögreglan sinnti þjófnaðarmálum, umferðarslysum og fleiri verkefnum.

  • Um miðja nótt var tilkynnt um partýhávaða í hverfi 113.Tilkynnandi tók það sérstaklega fram hversu falskur söngur veislugesta væri. Lögregla svaraði kallinu og bað gestkomandi að hemja söngraddirnar og helst að geyma sönginn þar til í sturtunni, á kristilegri tíma.
  • Tilkynnt var um ósætti milli tveggja manna í hverfi 109. Það endaði þannig að annar maðurinn hafði í hótunum við hinn og framdi svo eignaspjöll á farartæki í eigu hans. Lögregla kom á vettvang og tók framburð af mönnunum.
  • Vopnað rán var framið í miðbænum. Þar hafði maður ógnað starfsmanni söluturns með hníf. Maðurinn komst undan með eitthvað af fjármunum. Starfsmanninn sakaði ekki. Maðurinn var ekki fundinn í morgunsárið og er málið í rannsókn.
  • Tveir menn sem voru að  krota á veggi í hverfi 104 voru handteknir og teknar skýrslur af þeim. Þeir eiga síðan von á kæru vegna eignaspjalla fyrir veggjakrotið.
  • Lögreglan var með virkt eftirlit með ástandi ökumanna víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. 12 ökumenn handteknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
  • Tiilkynnt var um nágrannaerjur í hverfi 109. Lögregla kom á staðinn og þar höfðu handalögmál átt sér stað á milli nágranna. Framburður tekinn af aðilum á vettvangi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lagði VÍS fyrir dómi eftir alvarlegt slys í sumarbústað – Sláttuvélablað skaust í fótinn

Lagði VÍS fyrir dómi eftir alvarlegt slys í sumarbústað – Sláttuvélablað skaust í fótinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pólska sendiráðið varaði við gosinu 12 tímum of seint

Pólska sendiráðið varaði við gosinu 12 tímum of seint
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er í gæsluvarðhaldi grunaður um íkveikju að Grænásbraut – Sagðist hafa hellt bensíni og kveikt í

Er í gæsluvarðhaldi grunaður um íkveikju að Grænásbraut – Sagðist hafa hellt bensíni og kveikt í
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona á Birkimelur 1 að líta út – Borgin framlengir frest til athugasemda

Svona á Birkimelur 1 að líta út – Borgin framlengir frest til athugasemda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Milljarða gjaldþrot Guðmundar á Núpum frá 2013 endurupptekið – Fundu 300 þúsund kall í viðbót

Milljarða gjaldþrot Guðmundar á Núpum frá 2013 endurupptekið – Fundu 300 þúsund kall í viðbót