fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Pressan

Svipt hjúkrunarleyfi til fjögurra ára eftir að hún reyndi að láta skera undan sínum fyrrverandi

Pressan
Þriðjudaginn 15. júlí 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjúkrunarfræðingur í Queensland, Ástralíu, má ekki sinna sjúklingum næstu fjögur árin samkvæmt ákvörðun úrskurðarnefndar í mars – en úrskurðurinn var fyrst birtur í síðustu viku. DailyMail greinir frá því að hér sé um að ræða viðurlög við ógnvekjandi fyrirætlunum hjúkrunarfræðingsins Karenjeet Kaur Warburton sem ætlaði að ná sér niður á fyrrverandi kærasta sínum með því að láta skera undan honum.

Warburton átti í ástarsambandi við rannsóknarlögreglumanninn Don McKey á árunum 2020-2021. Hjúkrunarfræðingurinn var ósátt við sambandsslitin svo hún reyndi að fá einn af sjúklingum sínum til að skera undan sínum fyrrverandi. Það var sjúklingurinn Andrew Bown sem hún fékk til verksins. Hún lét hann hafa myndir af fyrrverandi kærasta sínum, myndir af heimili hans og loks afhenti hún honum um 250 þúsund krónur og lofaði frekari greiðslu við verklok.

Í úrskurðinum stendur að Warburton hafi sagt Bown að skera undan McKey, skera úr honum tunguna, brenna andlit hans með síru og að hryggbrjóta hann svo hann myndi lamast eða brjóta öll bein í líkama hans. Markmiðið var að McKey gæti hvorki gengið né talað aftur. Bowen þáði þetta boð og gerði ítrekaðar tilraunir til að ljúka verkinu. Í þeirri alvarlegustu kveikti hann í heimili McKey og olli þannig töluverðu eignatjóni.

Þetta fór þó allt út um þúfur þegar leynilögreglumaður setti sig í samband við hjúkrunarfræðinginn og fékk hana til að játa.

Warburton var handtekinn og fyrir dómi játaði hún tilraun til alvarlegrar líkamsrásar og var dæmd í fimm ára fangelsi, þar af 16 mánuði óskilorðsbundið. Dómari hafði þó ekkert um starfsréttindi hennar að segja og því fór málið líka fyrir úrskurðarnefndina en þar gekkst Warburton við því að hafa gerst brotleg í starfi með því að misnota trúnaðarsamband við sjúkling sinn með ofangreindum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Tolla-Trump snýr aftur – Sendi þjóðarleiðtogum harðorð bréf og heitir allt að 40 prósent tollum

Tolla-Trump snýr aftur – Sendi þjóðarleiðtogum harðorð bréf og heitir allt að 40 prósent tollum
Pressan
Fyrir 1 viku

Raunveruleikastjarna skrifaði falleg minningarorð um vin sinn – Er nú ákærð fyrir að hafa banað honum af gáleysi

Raunveruleikastjarna skrifaði falleg minningarorð um vin sinn – Er nú ákærð fyrir að hafa banað honum af gáleysi
Pressan
Fyrir 1 viku

Hvað þýðir það þegar hundurinn þinn liggur á bakinu?

Hvað þýðir það þegar hundurinn þinn liggur á bakinu?
Pressan
Fyrir 1 viku

Líf eftir dauðann – Þegar þú deyrð veistu að þú ert dáinn

Líf eftir dauðann – Þegar þú deyrð veistu að þú ert dáinn
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings
Pressan
Fyrir 1 viku

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn
Pressan
Fyrir 1 viku

Breskur heimilislæknir dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir óþarfar typpaskoðanir

Breskur heimilislæknir dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir óþarfar typpaskoðanir
Pressan
Fyrir 1 viku

Japanir sárir út í Trump eftir að hann líkti árásunum á Íran við kjarnorkuárásina á Hirsoshima

Japanir sárir út í Trump eftir að hann líkti árásunum á Íran við kjarnorkuárásina á Hirsoshima