fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Pressan

Hvarf eftir að hafa skellt sér á brimbretti – Fannst tæpum sólarhring síðar á eyðieyju

Pressan
Föstudaginn 11. júlí 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralskur táningur sem hvarf eftir að hafa skellt sér á brimbretti fannst sólarhring síðar á lífi á eyðieyju um 13 kílómetrum frá. Ástralskir fjölmiðlar fjalla um málið og segja það kraftaverki líkast.

Hinn 19 ára gamli Darcy Deefholts skellti sér á brimbretti á strönd nærri smábænum Wooli á norðvesturströnd Ástralíu eftir hádegi á miðvikudag. Hann skilaði sér hins vegar ekki heim, fjölskyldu hans til mikillar skelfingar.

Faðir hans, Terry Deefholts, sendi út ákall á samfélagsmiðla um að sonur hans væri horfinn og í kjölfarið fór umfangsmikil leit í gang. Nóttin leið og eins og gefur að skilja var fjölskylda táningsins orðin verulega uggandi yfir örlögum hans.

En eins og fyrir kraftaverk fannst Darcy hins vegar á lífi á eyðieyju, þrettán kílómetrum frá landi. Svo virðist sem pilturinn hafi lent í öflugu útsogi sem hafi endað með því að hann rak að umræddri eyju.

Segja má að hann hafi fundist óvenju fljótt en ástæðan var sú að lík hafði fundist á eyjunni talsvert fyrr, sem rekið hafði frá meginlandinu, og því vissi samfélagið í Wooli að þangað, á þessa tilteknu eyðieyju, liggja sterkir straumar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ósætti á milli tveggja ökumanna endaði með ólýsanlegum harmleik

Ósætti á milli tveggja ökumanna endaði með ólýsanlegum harmleik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrsta ígræðsla svínslunga í manneskju

Fyrsta ígræðsla svínslunga í manneskju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fullyrða að ChatGPT hafi átt þátt í sjálfsvígi 16 ára sonar þeirra

Fullyrða að ChatGPT hafi átt þátt í sjálfsvígi 16 ára sonar þeirra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætla að gefa 200.000 flugmiða til að styrkja ferðamannaiðnaðinn í landinu

Ætla að gefa 200.000 flugmiða til að styrkja ferðamannaiðnaðinn í landinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það var útilokað að fanga eiturlyfjabaróninn – Snilldaráætlun var hrundið úr vör með ólíklegum samstarfsaðila

Það var útilokað að fanga eiturlyfjabaróninn – Snilldaráætlun var hrundið úr vör með ólíklegum samstarfsaðila
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára stúlka gekk inn á sjúkrahús með hníf í höfðinu

Þriggja ára stúlka gekk inn á sjúkrahús með hníf í höfðinu