fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. júlí 2025 08:30

Jeffrey Epstein og Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum lögmaður Donald Trump, Alan Dershowitz, varpaði sannkallaðri sprengu í máli níðingsins Jeffrey Epstein þegar hann sagðist vita hvaða nöfn væru á lista sem Epstein er sagður hafa haldið yfir viðskiptavini sína í tengslum við starfsemi alþjóðlegs mansalshrings.

Ummælin hafa vakið mikla athygli enda stangast þau á við niðurstöðu bandaríska dómsmálaráðuneytisins og FBI, sem lekið var fyrr í vikunni á dögunum, en þar var fullyrt að Epstein hafi ekki haldið slíkan lista né beitt honum til að hóta háttsettu og valdamiklu fólki.

Epstein tók eigið líf í fangelsisklefa í ágúst 2019 en háværar samsæriskenningar hafa verið uppi um síðan að honum hafi verið komið fyrir kattarnef af einhverjum sem vildi þagga niður í honum.

Alan Dershowitz

Veit hver heldur hulunni yfir gögnunum

„Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum. Ég veit af hverju þau eru ekki opinberuð. Ég veit hver er að passa að þau komist ekki fram í dagsljósið,“ sagði Dershowitz í viðtali í hlaðvarpsþætti Sean Spicer, sem var fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins í fyrri forsetatíð Trump.

Dershowitz tók hins vegar fram að hann væri bundinn trúnaði við skjólstæðinga sína og því gæti hann ekki upplýst um nöfnin. Dershowitz, sem var um tíma lögfræðingur Epstein, var einn af þeim sem fullyrt var að væri á áðurnefndum lista níðingsins en hann þvertók fyrir það í viðtalinu.

Mál Epstein hefur verið til mikillar umræðu undanfarið enda hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, ítrekað lofað að gera gögn málsins opinber, þar á meðal hinn meinta lista. Það að dómsmálaráðuneytið og FBI hafi nú sagt að ekkert væri markvert í skjölunum hefur því vakið upp mikla úlfúð og verið vatn á myllu samsæriskenningasmiða.

Til að mynda hefur auðkýfingurinn Elon Musk, nýtilkominn óvinur Bandaríkjaforseta, haldið því fram að Trump sé sjálfur á viðskiptamannalista Epstein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina
Fréttir
Í gær

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Í gær

Tveir litlir hreppar ræða sameiningu

Tveir litlir hreppar ræða sameiningu
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”