fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Fókus

Mjög sársaukafull mistök: Varar fólk við að vera með skartgripi í sólbaði

Fókus
Laugardaginn 12. júlí 2025 21:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur breskur maður, Ben Parsons, varar fólk við að vera með skartgripi þegar það er í sólbaði. Hann var með hálsmen á meðan hann sleikti sólina í Suður-Frakklandi og áttaði sig allt of seint á mistökunum.

Ben var í fríi með fjölskyldu sinni og áttaði sig ekki á því hversu sterk sólin var þar sem vindurinn var að kæla hann niður. The Sun greinir frá.

Hann sofnaði á ströndinni og var þar í sex klukkutíma, hann bar aðeins einu sinni á sig sólarvörn og þegar hann var á leið frá ströndinni áttaði hann sig á því að það væri eitthvað að. Hann var illa brenndur en langverst á hálsinum, þar sem hálsmenið hafði endurvarpað sólinni „eins og laser geisla“ og skaðbrennt hann svo illa að hann var með fullt af blöðrum frá höku og niður.

Skjáskot af Twitter færslu LadBible, en þar má sjá brunasárið á hálsinum.Hann var rúmfastur í fimm daga vegna brunasáranna og var sársaukinn ólýsanlegur. Hann sagði þetta hafa eyðilagt fríið og nú vilji hann vara aðra við að gera ekki sömu mistök.

The Sun birti fleiri myndir af brunanum, smelltu hér til að skoða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókari klámstjarnanna: Afhjúpar það mesta sem viðskiptavinur hefur skuldað skattinum

Bókari klámstjarnanna: Afhjúpar það mesta sem viðskiptavinur hefur skuldað skattinum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragga Holm og Elma trúlofaðar

Ragga Holm og Elma trúlofaðar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttirin birti óræð skilaboð um eitruð sambönd degi áður en skilnaðurinn var gerður opinber

Dóttirin birti óræð skilaboð um eitruð sambönd degi áður en skilnaðurinn var gerður opinber
Fókus
Fyrir 4 dögum

Melinda Gates neitar að fjármagna fyrirtæki dóttur sinnar

Melinda Gates neitar að fjármagna fyrirtæki dóttur sinnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vill skilnað og krefst framfærslu frá leikkonunni – Pappírar greina frá óhóflegri eyðslu

Vill skilnað og krefst framfærslu frá leikkonunni – Pappírar greina frá óhóflegri eyðslu
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Risa högg“ fyrir Kim Kardashian – Leikkonan stal senunni

„Risa högg“ fyrir Kim Kardashian – Leikkonan stal senunni