fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Pressan

Fær hundruð sendinga frá Amazon án þess að panta neitt – „Þetta hefur bara verið önnur tegund af helvíti“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 10. júlí 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona í Kaliforníu, Kay að nafni, hefur í yfir ár fengið hundruð risastórra pakka heimsenda frá Amazon. Hún hefur ekki pantað eina einustu sendingu sjálf og allar eiga sendingarnar sér sömu skýringu. Kínverskur seljandi sem selur ódýra ruslvöru skráði heimili Kay í San Jose í  sem endursendingarheimilisfang fyrir vörurnar.

Í viðtali við ABC7 segir Kay að sendingarnar berist svo ört að hún hefur ekki átt annan kost en að stafla þeim upp í innkeyrslunni sinni til að viðhalda einhverri reglu á kössunum. Kössunum er staflað í brjósthæð í garðinum hennar og eru orðnir svo margir að hún getur ekki lengur lagt bílnum sínum þar.

„Þetta hefur bara verið önnur tegund af helvíti,“ sagði Kay við ABC 7.

Sökudólgurinn er kínverski Amazon-seljandinn Liusandedian, sem selur bílsætisáklæði úr gervileðri sem virðast passa við fáar af þeim gerðum sem þau eru hönnuð fyrir þannig að hundruð viðskiptavina hafa sent ruslvörurnar til baka. Ekki þó til seljandans í Kína heldur heim til Kay í Kaliforníu.

Þetta byrjaði allt með einum pakka sem Kay hélt að hefði einfaldlega borist á rangt heimilisfand, en fleiri kassar héldu áfram að berast vikurnar á eftir. Vikurnar urðu að mánuðum, sem nú er orðið að meira en ári, og fleiri og fleiri sendingum sem birtast við tröppurnar hennar þar til göngustígur Kay var hulinn kössum.

„Það sem þið sjáið núna er bara brot, af því ég hef neitað móttöku á fleiri pökkum,“ sagði hún.

Sendingaflóðið er orðið svo mikið að stundum þegar hún kemur heim getur hún ekki fylgt 88 ára gamalli móður sinni að útidyrunum og inn í hús fyrr en hún er búin að ryðja leiðina með því að færa til kassa.

Hún segir stórfyrirtækið Amazon ekki hafa boðið henni neina aðstoð í marga mánuði og segist hafa sent þeim að minnsta kosti sex mismunandi kvartanir án árangurs.

„Í hvert skipti var ég alveg viss um að þetta myndi hætta,“ sagði hún við ABC 7. „Þið fáið ekki fleiri svona pakka, þið heyrið frá okkur eftir 24, 48 klukkustundir.“

Í eitt skipti reyndi Amazon að bjóða henni 100 dollara gjafakort fyrir fyrirhöfnina en hún heldur því einnig fram að Amazon hafi svaraði henni með því að það væri hennar að losna við pakkana og fyrirtækið hafi lagt til að hún myndi annað hvort gefa þá eða senda þá til kínverska seljandans, á kostnað Kay.

„Hvers vegna er það mín ábyrgð að losna við þetta þegar seljandinn ykkar fylgir ekki reglum ykkar, Amazon?“ segir Kay og vísartil þess að Liusandedian hefði greinilega brotið á reglum Amazon. Alþjóðlegir seljendur þurfa annað hvort að gefa upp bandarískt heimilisfang fyrir skil, gefa kaupendum fyrirframgreiddan sendingarmiða eða endurgreiða án þess að þurfa að senda neitt til baka í pósti. Ef þeir gera það ekki innan tveggja daga frá beiðni um skil, er Amazon heimilt að endurgreiða kaupanda og rukka seljanda. Liusandedian, sem fyrir utan skráningu sína sem seljandi á Amazon virðist ekki vera til, hefur farið fram hjá þessum reglum með því að taka heimilisfang sem reyndist vera heimilisfang Kay.

Amazon neitar því að hafa nokkurn tíma sagt Kay að takast á við vandamálið sjálf, en á miðvikudaginn kom fyrirtækið loksins til að hreinsa pakkana og fullvissaði hana enn á ný um að hún myndi aldrei sjá annað sætisáklæði frá Liusandedian.

„Við viljum þakka ABC 7 fyrir að vekja athygli okkar á þessu. Við höfum beðist afsökunar við viðskiptavininn og erum að vinna með henni að því að sækja alla pakka og jafnframt að grípa til aðgerða til að leysa þetta vandamál til frambúðar,“ sagði talsmaður Amazon við ABC7.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings
Pressan
Fyrir 5 dögum

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn
Pressan
Fyrir 1 viku

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 1 viku

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið