Suður-kóreski hermaðurinn Oh Yohan setti nýlega ótrúlega heimsmet í upphífingum sem staðfest var af Guiness World Records. Um var að ræða flestar upphífingar á sólarhring en alls framkvæmdi Yohan 11.707 upphífingar innan tímarammans. Þetta er í annað skipti sem sá suður-kóreski setur slíkt met en fyrra metið hans var 8.707 upphífingar sem var síðan slegið aðeins viku síðar en nokkrir grjótharðir íþróttamenn hafa lagt allt í sölurnar fyrir metið hin síðari ár.
Bandaríkjamaðurinn Truett Hanes hafði áður verið methafinn með 10.001 upphífingu.
Eins og sést endar Oh Yohan alltaf atlögur sínar að metinu á númerinu 707. Ástæðan er sú að 707 er númer herdeildar hans í suður-kóreska hernum. Segist hann hafa viljað sýna fram á kraft og seiglu suður-kóreska hermanna og tileinkaði hann því herdeild sinni heimsmetið.
View this post on Instagram