fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fókus

Bandarísk kona hneyksluð eftir heimsókn í íslenska verslun: „Af hverju horfði hún á mig eins og ég hefði beðið um heróín?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 8. júlí 2025 11:16

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin bandaríska Rebecca Tandon var heldur betur hissa þegar hún fór í matvöruverslun hér á landi og gat ekki keypt ofnæmislyf. Hún deildi raunum sínum á TikTok.

„Eitt ferðaráð, ef þú ert á leiðinni til Íslands og ert með ofnæmi, ekki gleyma lyfjunum þínum,“ segir hún.

„Því ég gleymdi mínum en ég hugsaði að það skipti engu, ég myndi bara fara í næstu matvöruverslun og kaupa það. Nei! Ég talaði við starfsmann og spurði hvort þau væru með ofnæmislyf. Af hverju horfði hún á mig eins og ég bað um heróín? Hún var alveg: „Nei, nei, nei, apótekið.“

Þetta er bara selt í apótekum á Íslandi. Ég er ekki að djóka, það var ekki lyfjadeild í matvöruversluninni hjá þeim. Ekkert Advil, bara ekkert.“

En Rebecca var ekki alveg að trúa því að þetta sé ekki selt í búðum hér á landi, þannig hún prófaði aðra matvöruverslun. En þar fékk hún sömu svör, að lyf væru aðeins finna í apóteki.

„Hvað er málið með ofnæmislyf hérna?“ spurði hún og sagðist hafa að lokum farið í apótek og keypt Histasín

@tandon_rebecca like with all the fields allergy medicine should be at every store😭 #iceland #reykjavik ♬ original sound – TANDON 🤍🎶📱💿💄

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnhildur segir að við viljum ekki vera þessi týpa

Ragnhildur segir að við viljum ekki vera þessi týpa
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jennifer og Ben taka óvænta ákvörðun ári eftir skilnað

Jennifer og Ben taka óvænta ákvörðun ári eftir skilnað