„Eitt ferðaráð, ef þú ert á leiðinni til Íslands og ert með ofnæmi, ekki gleyma lyfjunum þínum,“ segir hún.
„Því ég gleymdi mínum en ég hugsaði að það skipti engu, ég myndi bara fara í næstu matvöruverslun og kaupa það. Nei! Ég talaði við starfsmann og spurði hvort þau væru með ofnæmislyf. Af hverju horfði hún á mig eins og ég bað um heróín? Hún var alveg: „Nei, nei, nei, apótekið.“
Þetta er bara selt í apótekum á Íslandi. Ég er ekki að djóka, það var ekki lyfjadeild í matvöruversluninni hjá þeim. Ekkert Advil, bara ekkert.“
En Rebecca var ekki alveg að trúa því að þetta sé ekki selt í búðum hér á landi, þannig hún prófaði aðra matvöruverslun. En þar fékk hún sömu svör, að lyf væru aðeins finna í apóteki.
„Hvað er málið með ofnæmislyf hérna?“ spurði hún og sagðist hafa að lokum farið í apótek og keypt Histasín
@tandon_rebecca like with all the fields allergy medicine should be at every store😭 #iceland #reykjavik ♬ original sound – TANDON 🤍🎶📱💿💄