fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Pressan

Tolla-Trump snýr aftur – Sendi þjóðarleiðtogum harðorð bréf og heitir allt að 40 prósent tollum

Pressan
Mánudaginn 7. júlí 2025 21:37

Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur aftur beint athygli sinni að tollum sem hann beitir nú til að þrýsta á nýja tollasamninga.  Hefur hann meðal annars tilkynnt forsetum Japan og Suður-Kóreu að þjóðir þeirra muni fá á sig 25% tolla frá og með 1. ágúst.

Hann hefur svo sent sambærileg erindi til Malasíu, Kasakstan, Suður-Afríku, Mjanmar, Túnis, Bosníu og Hersegóvínu, Indónesíu, Bangladesh, Serbíu, Kambódíu, Tælands og Laos þar sem hann tilkynnir leiðtogum þessara þjóða um allt að 40 prósent tolla.

Í bréfunum gagnrýnir Trump viðskiptahalla þjóðanna við Bandaríkin, eða með öðrum orðum að Bandaríkjamenn séu að versla meira frá þessum þjóðum en þær versla frá Bandaríkjunum. Trump tók einnig fram að tollarnir séu jafnframt viðbrögð við öðrum stefnum þessara þjóða sem hann telur hafa neikvæð áhrif á viðskipti við Bandaríkin. Eins hvetur hann þjóðarleiðtogana til að framleiða vörur innan Bandaríkjanna til að losna við tolla.

Áður hafði Trump kynnt víðtæka og umfangsmikla tolla á nánast öll viðskiptaríki Bandaríkjanna, en hann gaf þjóðunum síðar frest til 9. júlí til að gera viðskiptasamninga við Bandaríkin. Þessi frestur rennur út á miðvikudaginn.

Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, Karoline Leavitt, sagði þó í dag að Trump muni að líkindum framlengja frestinn út júlí.

Í öllum bréfunum sem Trump hefur nú sent til áðurnefndra þjóða hótar hann að hækka tolla enn frekar ef gripið er til mótaðgerða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fengu loftstein í gegnum þakið

Fengu loftstein í gegnum þakið
Pressan
Í gær

Kennari tilkynnti sig veika – Fékk full laun í 16 ár

Kennari tilkynnti sig veika – Fékk full laun í 16 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ósætti á milli tveggja ökumanna endaði með ólýsanlegum harmleik

Ósætti á milli tveggja ökumanna endaði með ólýsanlegum harmleik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gervigreindarforrit Elon Musk gaf notanda „nákvæmar“ leiðbeiningar um hvernig sé hægt að myrða Musk

Gervigreindarforrit Elon Musk gaf notanda „nákvæmar“ leiðbeiningar um hvernig sé hægt að myrða Musk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugþjónn gripinn nakinn og undir áhrifum fíkniefna inn á salerni flugvélar

Flugþjónn gripinn nakinn og undir áhrifum fíkniefna inn á salerni flugvélar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð