fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fréttir

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 7. júlí 2025 16:30

Íris Líf Stefánsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 24 ára gamla Íris Líf Stef­áns­dótt­ir hef­ur vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlinum TikT­ok fyrir að deila með fylgjendum sínum góðum og hagnýtum sparnaðarráðum.

Íris Líf hefur sagst elska peninga og elska að spara og hefur meðal annars sýnt hvernig spara má við kaup á flugferðum og gistingu, hvar sé hægt að kaupa ódýran bakarísmat fyrir tuttugu stelpna gelluhitting og hvernig hægt er að halda utan um fjármálin án þess að kosta miklu til.

Íris Líf hef­ur byggt upp mik­inn hóp fylgj­enda á Tik Tok, en hátt í tólf þúsund fylgja henni þar. Hún hefur sagt að hún ætli að hætta að vinna þegar hún er þrítug og til þess að hún geti gert það verður hún að spara.

Á dögunum setti Íris Líf út myndband þar sem hún sagðist vera að fara fund með fyrirtæki sem hana hefði dreymt um að starfa með. Fyrirtæki sem hún dýrkar og dáir og smellpassi við hana. Hún bað fylgjendur um að giska á hvaða fyrirtæki þetta væri og svörin létu ekki á sér standa. Myndbandið fékk góðar viðtökur en um þrjátíuþúsund hafa horft á það og fjöldinn allur reyndi að geta upp á hvaða fyrirtæki þetta væri.

@irislifstefansGellur elska góða fundi ☕️

♬ original sound – Íris Líf | Digital Nomad


Eftir fundinn greindi Íris Líf frá því í öðru myndbandi að fyrirtækið umrædda væri Bónus en sjálf segist hún vera mesta Bónus Fan Girl í heimi.

@irislifstefans #stitch with @Íris Líf | Digital Nomad ♬ original sound – Íris Líf | Digital Nomad


Eftir samningaviðræður milli Bónus og Írisar Lífar náðist loks samkomulag. Segir Íris Líf að Bónus hafi reynt að prútta við hana um verð, sem hún var afar ánægð með að Bónus hafi gert og „Mjög on brand fyrir Bónus að vilja fá ódýrasta verðið alls staðar“.

@irislifstefans Replying to @Þórunn ♬ original sound – Íris Líf | Digital Nomad

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“
Fréttir
Í gær

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru börnin sem létust í árásinni í Minneapolis

Þetta eru börnin sem létust í árásinni í Minneapolis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Níu sagt upp störfum og framkvæmdastjórinn segir sjálfur upp

Níu sagt upp störfum og framkvæmdastjórinn segir sjálfur upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bónus gefið 2500 barnabónusbox og 1600 umsóknir til viðbótar bíða afgreiðslu

Bónus gefið 2500 barnabónusbox og 1600 umsóknir til viðbótar bíða afgreiðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýjar vendingar varðandi stolna nasistamálverkið – Horfið þegar lögregla kom á vettvang

Nýjar vendingar varðandi stolna nasistamálverkið – Horfið þegar lögregla kom á vettvang
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“