fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 5. júlí 2025 10:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ævintýraþyrst börn geta nú byrjað að leika sér í umtöluðu múmínhúsi í Ævintýraskóginum í Kjarna. Frá þessu er greint í færslu hjá Skógræktafélagi Eyjafjarðar.

Uppbyggingin hefur vakið talsvert umtal en DV greindi frá því fyrir rúmri viku að rétthafi Múmínálfanna, finnska fyrirtækið Moomin Characthers Oy Ltd, hyggðist lögsækja félagið vegna höfundarréttarbrots. Ekki hefði verið sótt um sérstakt leyfi fyrir uppbyggingunni, eins og lög gera ráð fyrir.

„Þetta er því miður blygðunarlaust höfundarréttarbrot gagnvart Moomin Characters. Lögmenn okkar eru í þessum skrifuðu orðum að undirbúa lögsókn á hendur hinum brotlegu,“ hafði blaðamaður eftir fulltrúa finnska fyrirtækisins.

Sjá einnig: Rétthafar æfir yfir Múmínlundinum í Kjarnaskógi – „Þetta er blygðunarlaust höfundarréttarbrot“

En miðað við áðurnefnda færslu Skógræktafélagsins virðist ríkja bjartsýni um að farsæl lausn finnist á málinu og smáfólkið geti átt góðar stundir í Ævintýraskóginum.

„Við höfum átt í afar góðum samskiptum við Akureyrarbæ, rétthafa múmínævintýranna, fulltrúa framleiðanda múmínhússins o.s.frv. Við hlökkum til að vinna áfram að framgangi ævintýraskógarins,“ segir í færslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“