fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. júlí 2025 15:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Suðurlands þar sem máli ákæruvaldsins gegn karlmanni var vísað frá dómi vegna meintrar vanhæfis lögreglumanna sem önnuðust rannsóknina. Málið snerist um að maðurinn, sem starfaði sem vörubílstjóri, hefði keyrt um á bifreið með farm sem var yfir leyfilegri þyngd sem og ekið vörubifreið sinni á skráningamerkjum annars vörubíls.

Ástæðan fyrir vanhæfisúrskurði héraðsdóms var sú að vörubílstjórinn sætti einnig rannsókn fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa, að mati lögreglu, keyrt með ásetningi á bifreið lögreglumannnna þegar þeir freistuðu þess að stöðva för bílstjórans.

Skapast hafi mikil hætta og ógn fyrir lögreglu

Atburðarásinni er lýst þannig í dóminum að lögreglumennirnir hafi, þann 12. september 2024, tekið eftir því að umrædd vörubifreið var drekkhlaðin og að öllum líkindum með farm yfir leyfilegri þyngd. Ákveðið hafi því verið að stöðva för bifreiðarinnar. Þegar vörubílstjórinn varð þess var að lögregla ætlaði að stöðva för hans hafi komið fát á hann og hann byrjað að sturta farmi bílsins á götuna samhliða því að aka áfram.

„ Hafi því lögregla ekið á móti vörubifreiðinni með forgangsljósum og staðnæmst á miðjum veginum fyrir framan vörubifreiðina. Ökumaður vörubifreiðarinnar hafi haldið áfram að aka og sturta farminum af eftirvagninum og hafi lögreglumanninum þótt líkur á að hann myndi aka vörubifreiðinni á lögreglubifreiðina og hafi því lögreglumaðurinn bakkað. Bersýnilegt hafi verið að ökumaður vörubifreiðarinnar hafi verið meðvitaður um veru og staðsetningu lögreglu. Skömmu áður en vörubifreiðin kom að lögreglubifreiðinni hafi vörubifreiðin verið stöðvuð, en svo ekið aftur af stað og á vinstra framhorn lögreglubifreiðarinnar. Hafi lögreglubifreiðinni áfram verið bakkað frá vörubifreiðinni sem hafi verið ekið áfram í átt að lögreglubifreiðinni, nokkurn spöl eftir ákeyrsluna. Hafi skapast mikil hætta og ógn fyrir lögreglu,“ segir í dómnum.

Að lokum stöðvaði bílstjórinn förina en þá tók ekki betra við því hann læsti sig inni í bílnum og neitaði að koma út. Skrúfaði bílstjórinn síðan niður rúðuna til þess að rífast við lögreglumenn.  Var honum þá hótað valdbeitingu og ógnað með úðavopni og kylfu ef hann vogaði sér að aka áfram.

„Eftir nokkurt þref hafi ákærði látið til leiðast og komið út úr bifreiðinni. Hann hafi þá verið handjárnaður og fluttur í lögreglubifreiðina,“ segir ennfremur í dómnum.

Kom þá í ljós að bíllinn var um 7 tonnum yfir hámarksþyngd sem og áðurnefnd sviksemi gagnvart skráningamerkjum bílsins.

Engin lagastoð fyrir ákvörðun héraðsdóms

Eins og áður segir var niðurstaða héraðsdómara var sú að telja lögreglumennina vera hugsanlega brotaþola í síðarnefnda brotinu og þannig vanhæfa samkvæmt lögreglulögum og stjórnsýslulögum. Þar með væri öll rannsóknin, einnig á hinum ákæruliðunum, lituð vanhæfi lögreglumannanna.

Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að hvorki væri hægt að draga óhlutdrægni lögreglunnar í efa með réttum hætti né væri nein lagastoð fyrir frávísun málsins. Því var málinu vísað eftir til héraðsdóms til úrvinnslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Í gær

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda