fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Pressan

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu

Pressan
Sunnudaginn 6. júlí 2025 22:00

Dillon Waller í yfirheyrslu. Youtube -skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nóvember árið 2022 varð skelfingaratburður í bænum Las Cruces í New Mexico. Nágrannar hinnar 69 ára gömlu Cynthiu Berendzen hringdu í lögreglu og lýstu yfir miklum áhyggjum af henni. Hún hafði ekki sést í nokkrar vikur.

Lögreglumenn komu á vettvang og leituðu að Cynthiu í húsinu. Grafarþögn var í húsinu og ekkert athugavert að sjá í fyrstu. Eða þar til lögreglumenn könnuðu baðherbergi inn af svefnherbergi. Þar fundu þeir kvenmannslík, sem reyndist vera Cynthia. Hún lá á gólfinu í sturtuklefanum og var í fötum. Líkami hennar var byrjaður að rotna.

Í herberginu og baðherberginu var sterk klórlykt og herbergið var svo tandurhreint að lögreglumönnunum fannst það sérkennilegt. Það leit út eins og einhver hefði reynt að fela ummerki um glæp.

Bíll Cynthiu fannst á víðavangi og inni í honum voru fjórar hundar hennar. Einnig kom í ljós að einhver hafði tekið fjármuni út af bankareikningi hennar löngu eftir að hennar var saknað.

Cynthia átti son um þrítugt, Dillon Waller. Hann var óstaðfestur í hús og lögregla vissi ekki hvar hann var niðurkomin. Erfiðleikar höfðu verið í sambandi mæðginanna en Dillon hafði stundum búið hjá móður sinni. Um tíma fékk hún nálgunarbann á hann.

Virtist undrandi þegar hann frétti af láti móður sinnar

Um fimm mánuðum eftir að Cynthia fannst látin fannst Dillon loksins. Hann hafði verið handtekinn vegna smáafbrota. Hann var beðinn um að koma til yfirheyrslu út af máli óskyldu þeim brotum hjá lögreglunni Las Cruces. Dillon féllst á það og var býsna samvinnuþýður við lögreglu. Hann var spurður út í hvenær hann hefði síðast búið hjá móður sinni og sagðist hann hafa verið hjá henni í um vikutíma í september. Þau hefðu hins vegar orðið sammála um að best væri að hann færi burtu því þeim kæmi mjög illa saman. Móðirin hans væri mjög ósátt við líferni hans en Dillon viðurkenndi að hann væri í mikilli fíkniefnaneyslu.

Dillon var býsna afslappaður og öruggur með sig í lögregluyfirheyrslunni. Þegar lögreglumaðurinn sagði honum að móðir hans væri dáin og hefði látist í nóvember virtist hann vera mjög undrandi og sagði að lögreglumaðurinn væri að grínast.

Lögreglumaðurinn tók nú að sauma að Dillon því sumt sem hann hafði sagt varðandi fyrri samskipti við móður hans og ferðir hans undanfarna mánuði var ekki satt. Dillon sagði þá að hann hefði verið á heimili hennar ásamt vini sínum og þeir fundið móður hans látna. Dillon sagðist þá hafa verið viss um að honum yrði kennt um dauða hennar og þess vegna hefði hann flúið.

Lögreglumaðurinn herti á yfirheyrslunni og loks viðurkenndi Dillon að hafa kyrkt móður sína í svefni og fært lík hennar undir sturtuna. Hann hafi síðan með hjálp vinar reynt að eyða sönnunargögnum.

Dillon var fyrr á þessu ári fundinn sekur um morð og dæmdur í lífstíðarfangelsi.

Myndbandið hér að neðan samanstendur af efni úr búkmyndavélum lögreglu. Þar er annars vegar að finna skoðun lögreglunnar á heimili Cynthiu þar sem þeir fundu lík hennar. Hins vegar er yfirheyrslan yfir Dillon, sem eins og áður segir er borubrattur í byrjun en brotnar síðan undan klókri yfirheyrslutækni lögreglumannsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið