fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Var hræddur um að stórstjarnan myndi ekki svara skilaboðunum – ,,Getur talað við hvern sem er“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 29. júní 2025 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lamine Yamal var smeykur um það að hann myndi ekki fá svar frá fyrrum leikmanni Barcelona, Neymar, eftir að hafa sent skilaboð á þann brasilíska.

Yamal er efnilegasti leikmaður heims í dag og spilar með Barcelona og er mikill aðdáandi Neymar sem lék með liðinu um tíma.

Raphinha, liðsfélagi Yamal, segir að strákurinn sem er 17 ára gamall hafi óttast það að fá ekki svar til baka frá Neymar sem spilar í dag í Brasilíu.

Raphinha þekkir Neymar vel og eru þeir saman í brasilíska landsliðinu en hann leikur einnig með Barcelona í dag ásamt Yamal.

,,Hann spurði mig hvort Neymar myndi svara ef hann myndi senda skilaboð til hans,“ sagði Raphinha.

,,Ég svaraði og sagði auðvitað. Miðað við þann stað sem hann er kominn á í dag þá getur hann talað við hvern sem er og jafnvel Neymar. Það er engin tilviljun að þeir hafi náð að hittast.“

Yamal fékk að hitta Neymar stuttu síðar í sumarfríinu sínu og birtu þeir mynd á samskiptamiðla sem gladdi marga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“