fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Sár eftir að hafa sent vini sínum skilaboð: Vildi bjóða honum á stórviðburðinn – ,,Hafði víst ekki tímann í að svara mér“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 29. júní 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bardagamaðurinn Ilia Topuria hefur viðurkennt það að hann hafi reynt að ná í félaga sinn, Sergio Ramos, fyrir mikilvægan bardaga sem fór fram í gær.

Topuria og Ramos eru góðir vinir en sá fyrrnefndi barðist við Charles Oliveira í nótt í UFC keppninni.

Ramos hafði mætt á síðustu tvo bardaga vinar síns en hann er í dag leikmaður í Mexíkó en er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Real Madrid.

Topuria segir að Ramos hafi einfaldlega ekki svarað skilaboðunum sem hann sendi Ramos og var nokkuð sár vegna þess.

,,Ég veit ekki hvort hann muni mæta, það er langt síðan við ræddum saman,“ sagði Topuria.

,,Ég er búinn að senda honum skilaboð en hann svarar ekki. Hann er minn maður en hann hafði víst ekki tímann í að svara mér.“

Vonandi hefur Ramos góða afsökun fyrir því að svara vini sínum ekki en hann er í dag að spila með félagsliði sínu Monterrey á HM félagsliða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“