fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Kristian á meðal þeirra sem fengu óþægileg skilaboð á WhatsApp

Victor Pálsson
Sunnudaginn 29. júní 2025 12:30

Kristian Nökkvi Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristian Nökkvi Hlynsson er á meðal þeirra leikmanna sem fengu mjög óþægileg skilaboð á WhatsApp forritinu nú rétt fyrir helgi.

Þetta kemur fram í De Telegraaf í Hollandi en Kristian er leikmaður Ajax og má nú ekki æfa með aðalliði félagsins.

Sjö leikmenn Ajax fengu þau skilaboð að þeir ættu ekki framtíð fyrir sér hjá félaginu og þar á meðal Kristian og Chuba Akpom, fyrrum undrabarn Arsenal.

Alex Kroes, yfirmaður knattspyrnumála Ajax, sá um að senda þessi skilaboð en þessir sjö leikmenn mega æfa á æfingasvæði liðsins svo lengi sem aðalliðið sé búið með sína æfingu.

John Heitinga er nýr stjóri Ajax en liðið er að reyna að losa leikmenn svo hann geti styrkt hópinn fyrir næsta vetur.

Kristian var í láni hjá Sparta Rotterdam á síðustu leiktíð en hann spilaði 33 leiki fyrir aðallið Ajax 2023-2024.

Kristian stóð sig vel með Sparta og er talið að þónokkur félög séu að sýna honum áhuga þessa stundina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“