fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fréttir

Obama varar við – Bandaríkin eru hættulega nærri því að glata lýðræðinu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. júní 2025 07:00

Barack Obama. Mynd:Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að Donald Trump tók við forsetaembættinu í janúar hefur stjórn hans gert margar breytingar á stjórnarháttunum í Bandaríkjunum. Nú er svo komið að Barack Obama, fyrrum forseti, hefur fengið nóg og segir að lýðræði í Bandaríkjunum sé í hættu.

„Það sem við sjáum núna, er eins og í einræðisríkjum.“ Þetta sagði Obama um hina pólitísku stöðu í Bandaríkjunum í dag. The Independent skýrir frá þessu.

Obama lét þessi ummæli falla í pallborðsumræðum hjá Connecticut Forum í Connecticut.

Á upptöku frá pallborðsumræðunum heyrist Obama einnig segja að hann telji að Bandaríkin séu „hættulega nærri því að glata lýðræðinu“ og vísaði þar til núverandi ástands í landinu. Hann er því einfaldlega að gagnrýna Donald Trump og stjórn hans.

Hann tók Ungverjaland sem dæmi um land þar sem kosningar fara fram en Bandaríkin telja samt sem áður ekki „sanngjarnt kerfi“. Hann segir að í hans huga séu Bandaríkin á svipaðri leið: „Við erum ekki alveg komin þangað en ég tel að við séum hættulega nærri því að gera svona hegðun eðlilega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska