fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Viðvörunarbjöllurnar hringja varðandi Rússland – „Þetta er óþægileg lesning“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. júní 2025 03:11

Vladimir Pútín

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef farið er aftur til ársins 2014, þegar rússneskir hermenn fóru fyrir alvöru að ganga um í austanverðri Úkraínu, muna sumar kannski eftir að opinberlega voru þetta ekki „rússneskir hermenn“. Þeir voru nefndir „litlir grænir menn“. Þeir börðust gegn úkraínska hernum með úkraínskum aðskilnaðarsinnum sem vilja ganga Rússlandi á hönd.

Markmið Rússa með þessu var að láta reyna á Úkraínu, valda óróleika og snúa almenningi gegn yfirvöldum.

Sama staða gæti fljótlega komið upp í Eystrasaltsríkjunum þremur. Þetta sagði Bruno Kahl, yfirmaður þýsku leyniþjónustunnar Bundesnachrichtendienst, nýlega í samtali við Reuters.

„Við erum mjög viss um, og upplýsingar okkar sýna þetta, að Úkraína er bara eitt skref í vesturátt. Það þýðir ekki að við reiknum með að skriðdrekar fari að aka í vesturátt. En við munum sjá að látið verður reyna á sameiginlegar varnir NATÓ,“ sagði hann.

Síðan kom punkturinn um „litlu grænu mennina“:

„Þeir þurfa ekki að senda skriðdreka til að gera þetta. Þeir þurfa bara að senda „litla græna menn“ til Eistlands til að vernda það sem þeir segja vera kúgaðan rússneskan minnihluta.“

Ekki dregur það úr vægi orða  Kahl að Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, sagði nýlega í samtali við rússnesku ríkisfréttastofuna Tass að eitt mikilvægasta málið til að binda enda á stríðið í Úkraínu sé útþensla NATÓ til austurs og ósk Úkraínu um aðild að varnarbandalaginu.

Hann gaf í skyn að NATÓ verði að kalla herlið sitt frá Eystrasaltsríkjunum ef semja á um frið. Það þurfi að vera fyrsta skrefið.

Flemming Splidsboel, sem er sérfræðingur í rússneskum málefnum hjá dönsku hugveitunni DIIS, sagði í samtali við B.T. að Rússar leggi mikið að veði og að þeir ætli að halda hernaði sínum í Úkraínu áfram.

Hann sagðist ekki vera í neinum vafa um að Rússar hafi augastað á Eystrasaltsríkjunum þremur. Líklega til að láta reyna á samstöðu NATÓ-ríkjanna.

„Það er algjörlega útilokað að NATÓ gefi Eystrasaltsríkin upp á bátinn. En það er ekki óhugsandi að eitthvað gerist þar,“ sagði hann og tók sem dæmi eistneska bæinn Narva:

„Eistneski bærinn Narva er á landamærunum við Rússland. Þar er brú yfir á og þá er maður kominn til Rússlands. Ég get alveg séð fyrir mér að rússneskir hermenn fari yfir brúna, taki ráðhúsið á sitt vald og eitthvað fólk Þeir fari síðan aftur til Rússlands eftir nokkrar klukkustundir. Bara til að sjá viðbrögð NATÓ.“

„Þetta er óþægileg lesning,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast