fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Sydney Sweeney er byrjuð að selja baðvatnið sitt

Pressan
Laugardaginn 21. júní 2025 15:00

Sydney Sweeney í auglýsingunni. Skjáskot: Dr. Squatch/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum hugsar maður nú með sér að nú hljóti að vera komið að endamörkum þess hvernig svokallaðar stjörnur geta selt sig og ímynd sína. En einmitt þegar þetta rann í gegnum hugann síðast, þá dúkkaði Sydney Sweeney upp með „sápu“ sem er gerð úr baðvatninu hennar.

Það er óhætt að segja að þetta hafi vakið mikla athygli, sumum brá, aðrir hlógu og enn aðrir skildu hvorki upp né niður í þessu og engin furða því þetta hljómar eins og atriði úr grínþætti. En þetta er ekkert grín því „Sydney‘s Bathwater Bliss“ er komið í sölu.

Þetta hófst sem auglýsing fyrir Dr. Squatch, sem er sápumerki sem sérhæfir sig í náttúrulegum vörum fyrir karla. Fyrirtækið er þekkt fyrir að bæta oft góðum slatta af húmor í auglýsingarnar sínar.

Haustið 2024 lék Sydney Sweeney í auglýsingu fyrir fyrirtækið þar sem hún situr í sjóðheitu baði, sem gufan stígur upp úr, og horfir daðurslega inn í myndavélina og spyr: „Are you interested in my body… wash?“

Auglýsingin varð mjög vinsæl og aðdáendur byrjuðu fljótlega, bæði í gríni og alvöru, að spyrja hvort þeir gætu fengið eitthvað af baðvatninu hennar. Þessa hugmynd gripu einhverjir markaðssérfræðingar á lofti og tóku alvarlega.

Sápan „Sydney‘s Bathwater Bliss“ mun ekki herja á markaðinn um alla framtíð, því aðeins 5.000 eintök eru í boði og fyrir áhugasama íslenska kaupendur þá fylgir upprunavottorð með hverju eintaki.

Sydney skellti sér í bað og vatnið var síðan notað til að búa sápuna til. Ýmsum náttúrulegum efnum var blandað í það og segir Sweeney að þetta sé „náttúrulegur ilmur með dassi af persónuleika“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég stundaði kynlíf með bróður mínum“ – Eiginmaðurinn er farinn að taka eftir ýmsum merkjum

„Ég stundaði kynlíf með bróður mínum“ – Eiginmaðurinn er farinn að taka eftir ýmsum merkjum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Órói í kringum Ghislaine Maxwell í nýja fangelsinu – Sögð vera eitruð

Órói í kringum Ghislaine Maxwell í nýja fangelsinu – Sögð vera eitruð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta gæti verið ástæðan fyrir að þú sofnar alltaf í sófanum

Þetta gæti verið ástæðan fyrir að þú sofnar alltaf í sófanum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum