fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Írönsku valdamennirnir lágu sumir í rúmum sínum þegar þeir voru sprengdir í loft upp

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. júní 2025 10:30

Hossein Salami, einn valdamesti maður Íran lést í árás Ísraelsmanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísrael réðst til stórfelldra loftárása á Íran í nótt, þar sem bæði drónar og eldflaugar voru notaðar gegn kjarnorkuinnviðum, hernaðarlegum skotmörkum og heimilum valdamanna. Alls tóku um 200 orrustuþotur þátt í árásinni og skutu um 330 eldflaugum á skotmörk víðs vegar um landið.

Tókst Ísraelum að fella nokkra af æðstu leiðtogum og vísindamönnum Írans, sumir hverjir voru drepnir sofandi upp í rúmi á heimilum sínum.

Meðal þeirra sem létust voru Hossein Salami, yfirmaður byltingarvarðliðsins og einn valdamesti maður landsins, Ali Shamkhani, öryggisráðgjafi æðsta leiðtoga Írans, Ayatollah Ali Khamenei, og Mohammad Hossein Bagheri, yfirmaður herforingjaráðs Írans.

Mohammad Hossein Bagheri, formaður herforingjaráðs Írans. var einn þeirra sem lét lífið í árásinni

Auk þeirra féllu að minnsta kosti sex vísindamenn sem höfðu gegnt lykilhlutverki í kjarnorkuverkefni landsins, þar á meðal Fereydoun Abbasi, fyrrverandi yfirmaður kjarnorkustofnunar Írans, og Mohammad Mehdi Tehranchi, kjarneðlisfræðingur og forseti Azad-háskólans í Teheran.

Aðgerðin, sem ber heitið „Rísandi ljón“, var vandlega skipulögð og framkvæmd í nokkrum skrefum. Samkvæmt erlendum miðlum sendi ísraelska leyniþjónustan Mossad sveitir inn í Íran þar sem þær stýrðu árásum af mikilli nákvæmni.

Útsendarar Mossad komu meðal annars fyrir sprengjum í farartækjum víða um landið, sem sprungu þegar árásin hófst. Þá höfðu þeir smyglað drónum inn í landið fyrirfram og virkjað þá til árása samhliða loftárásunum. Drónaárásirnar gegndu lykilhlutverki við að lama loftvarnakerfi Írans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast