fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fókus

Fyrrverandi kærastan rýfur loksins þögnina um framhjáhaldsorðróminn – „Ég var niðurbrotin“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 13. júní 2025 09:01

Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Gigi Paris rýfur þögnina um fyrrverandi kærasta sinn, leikarann Glen Powell, og leikkonuna Sydney Sweeney.

Glen og Sydney léku saman í rómantísku gamanmyndinni Anyone But You sem kom út árið 2023. En það var ekki aðeins neistinn á milli þeirra á hvíta tjaldinu sem vakti athygli heldur einnig utan hans. Myndir og myndbönd af þeim fóru í mika dreifingu og voru margir handvissir um að það væri eitthvað á milli þeirra.

En það sem gerði þetta að einskonar skandal var að bæði Glen og Sydney áttu maka þegar allt þetta var í gangi. Sydney var trúlofuð Jonathan Davino, veitingamanni og erfingja pizzaveldis, og Glen hafði verið með fyrirsætunni Gigi Paris frá árinu 2020 en hún hætti með honum á þessum tíma.

Hvorki Sydney né Glen sögðu eitthvað um meint ástarsamband fyrr en seinna og viðurkenndu að þau hafi tekið þátt í að kynda undir kjaftasögurnar til að auglýsa myndina.

Sydney og Glen. Mynd/Getty Images

Sjá einnig:  Nýjasti Hollywood skandallinn – Neistar fljúga en hún er trúlofuð öðrum manni

Gigi Paris hefur nú rofið þögnina og vandar sínum fyrrverandi ekki kveðjuna í hlaðvarpsþættinum Too Much.

„Ég hafði tvo valkosti, annað hvort að láta eins og ég væri partur af þessu og leyfa fólki að velta því fyrir sér: Eru þau saman eða ekki? Eða standa með sjálfri mér og segja: Mér finnst þetta ekki í lagi og ég er hætt.“ Hún valdi þann síðarnefnda.

Gigi segir að hún hafi verið niðurbrotin þegar þetta stóð sem hæst, þegar fjölmiðlar og netverjar á samfélagsmiðlum veltu fyrir sér hvort kærasti hennar hafði haldið framhjá henni með mótleikkonu sinni. Hún segir að það hafi verið sérstaklega sárt að Glen hafi ekkert gert til að kveða orðróminn niður. „Hann þurfti bara að segja: „Nei, ég myndi aldrei svíkja kærustu mína.“ Það er það eina sem hann þurfti að segja, en hann gerði það aldrei,“ segir hún og bætir við að hún hafi verið „étin lifandi.“

„Þau voru bara að þessu til að auglýsa myndina, eða það sögðu þau að lokum,“ segir hún og bætir við að hún hefði viljað að samband þeirra væri alvöru, svo sársaukinn hafi ekki verið til einskins.

„Ég vona að þau séu í alvöru ástfangin, annars til hvers var þetta allt saman?“

Sydney Sweeney og Jonathan Davino hættu saman fyrr á þessu ári og halda sumir aðdáendur enn í vonina um að Sydney og Glen muni taka saman.

Sjá einnig: Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Að stíga út fyrir þægindarammann tók sinn tíma“

Vikan á Instagram – „Að stíga út fyrir þægindarammann tók sinn tíma“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hvíta húsið sendir frá sér yfirlýsingu eftir að South Park skemmti skrattanum rækilega

Hvíta húsið sendir frá sér yfirlýsingu eftir að South Park skemmti skrattanum rækilega
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þýðir eitthvað fyrir Dani að tala dönsku á Íslandi?

Þýðir eitthvað fyrir Dani að tala dönsku á Íslandi?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu