fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Ísrael og Íran á barmi styrjaldar eftir umfangsmikla árás Ísraels í nótt

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. júní 2025 06:20

Frá Tehran, höfuðborg Írans, eftir árásirnar. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil spenna er á milli Ísraels og Írans eftir að Ísraelsher hóf umfangsmikla loftárás á Íran í nótt þar sem ráðist var meðal annars á kjarnorkuinnviði og hernaðarleg skotmörk.

Aðgerð Ísraelshers, Operation Rising Lion, er sögð hafa beinst að yfir 100 skotmörkum. Hossein Salami, yfirmaður íranska byltingarvarðarins, lést í árásunum sem og tveir vísindamenn sem unnið hafa að kjarnorkuáætlun landsins. Þá er starfsmannastjóri íranska hersins sagður hafa látist.

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði að markmiðið með árásunum væri að stöðva kjarnorkuáætlun Írans. Ef Ísrael myndi ekki bregðast við núna gætu Íranir framleitt kjarnorkuvopn innan mjög skamms tíma.

Yfirvöld í Íran brugðust hart við árásum Ísraelsmanna og sagði Ali Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, að árásanna yrði hefnt grimmilega.

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin hefðu verið meðvituð um árásirnar áður en þær hófust en Bandaríkjamenn hefðu ekki tekið þátt í þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast