fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Ísrael og Íran á barmi styrjaldar eftir umfangsmikla árás Ísraels í nótt

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. júní 2025 06:20

Frá Tehran, höfuðborg Írans, eftir árásirnar. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil spenna er á milli Ísraels og Írans eftir að Ísraelsher hóf umfangsmikla loftárás á Íran í nótt þar sem ráðist var meðal annars á kjarnorkuinnviði og hernaðarleg skotmörk.

Aðgerð Ísraelshers, Operation Rising Lion, er sögð hafa beinst að yfir 100 skotmörkum. Hossein Salami, yfirmaður íranska byltingarvarðarins, lést í árásunum sem og tveir vísindamenn sem unnið hafa að kjarnorkuáætlun landsins. Þá er starfsmannastjóri íranska hersins sagður hafa látist.

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði að markmiðið með árásunum væri að stöðva kjarnorkuáætlun Írans. Ef Ísrael myndi ekki bregðast við núna gætu Íranir framleitt kjarnorkuvopn innan mjög skamms tíma.

Yfirvöld í Íran brugðust hart við árásum Ísraelsmanna og sagði Ali Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, að árásanna yrði hefnt grimmilega.

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin hefðu verið meðvituð um árásirnar áður en þær hófust en Bandaríkjamenn hefðu ekki tekið þátt í þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“