fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fókus

Aðdáendur hneykslaðir á Sabrinu Carpenter – „Þú ert að niðurlægja þig“

Fókus
Fimmtudaginn 12. júní 2025 10:35

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Sabrina Carpenter tilkynnti að ný plata væri væntanleg, Man‘s Best Friend, og birti mynd af plötuumslaginu á samfélagsmiðlum í gær.

Það er óhætt að segja að aðdáendur skiptust í fylkingar, sumum þótti myndin frábær á meðan aðrir voru hneykslaðir og gagnrýndu söngkonuna harðlega fyrir að niðurlægja sig á þennan hátt og ýta undir hlutgervingu kvenna.

Umrædd mynd.

„Þú ert að niðurlægja þig,“ sagði einn aðdáandi.

„Þessi mynd er svo vandræðaleg,“ sagði annar.

„Ég vil ekki sjá einhvern karlmann draga þig um á hárinu, plís stattu upp,“ sagði einn.

Nokkrir sögðu að það væri ekki of seint að skipta um mynd á plötuumslaginu og hvöttu Sabrinu til að hlusta á aðdáendur og breyta.

„Hey, getum við fengið nýja mynd sem sökkar ekki? Þetta er alveg öfugt við þá sterku persónu sem þú hefur byggt upp…“

Sabrina gaf út fyrsta lagið af plötunni í síðustu viku, Manchild, og tónlistarmyndband við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Að stíga út fyrir þægindarammann tók sinn tíma“

Vikan á Instagram – „Að stíga út fyrir þægindarammann tók sinn tíma“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hvíta húsið sendir frá sér yfirlýsingu eftir að South Park skemmti skrattanum rækilega

Hvíta húsið sendir frá sér yfirlýsingu eftir að South Park skemmti skrattanum rækilega
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þýðir eitthvað fyrir Dani að tala dönsku á Íslandi?

Þýðir eitthvað fyrir Dani að tala dönsku á Íslandi?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu